Fimmtudagur, 23 Janúar 2020 14:06

Opin æfing 13. mars fyrir EM í hópfimleikum

Opin æfing fyrir úrvalshópa í hópfimleikum verður haldin föstudaginn 13. mars 2020, kl. 19:00-22:00 í Stjörnunni í Garðabæ. Æfingin er ætluð þeim sem eru fæddir árið 2007 og fyrr, bæði fyrir stelpur og stráka, unglinga og fullorðna. Æfingin er einungis ætluð fyrir þá sem eru ekki í úrvalshópum nú þegar.…
Fimleikasambandið hóf nýtt verkefni um síðustu helgi, þar sem boðið var upp á opna æfingu fyrir stráka á aldrinum 2005-2011. Verkefnið er hluti af hæfileikamótun sambandsins og sjá landsliðsþjálfararnir Magnús Óli Sigurðsson, Patrik Hellberg og Guðmundur Kári Þorgrímsson um framkvæmd þess. Markmið verkefnisins er að auka þátttöku drengja í íþróttinni…
Mánudagur, 20 Janúar 2020 13:40

Félagskipti vorið 2020

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. janúar síðastliðinn. Alls sóttu 16 keppendur frá 11 félögum um félagaskipti og fengu allir þeir sem sóttu um beiðni sína samþykkta. Eftirfarandi keppendur hafa fengið keppnisleyfi á komandi keppnistímabili; Nafn Skipt úr Skipt í Nanna Hlynsdóttir Fylki Gerplu Sigurður Ari Snæbjörnsson…
Föstudagur, 10 Janúar 2020 13:03

Uppskeruhátíð 2020

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fór fram í gær, fimmtudaginn 9. janúar 2020 í Laugardalshöll. Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri tók á móti gestum, fór yfir verkefni síðasta árs og kynnti starfsmenn FSÍ sem hefur fjölgað þetta árið. Hún fjallað lítillega um EuroGym2020 sem haldið verður á Íslandi þetta árið og í framhaldinu fjallaði…
Við viljum minna á að félagaskiptaglugginn er opinn og verður það til og með 15. janúar. Hér má finna slóð á reglur um félagaskipti. Hér má finna eyðublað sem þarf að fylla út og skila inn við félagaskipti.
Langar þig að koma á fimleikaæfingu? Komdu á æfingu með landsliðsþjálfurum drengja í hópfimleikum. Allir strákar sem hafa áhuga á að verða sterkir, hoppa á trampólíni og að læra ný trix eru velkomnir að koma og æfa með okkur að kostnaðarlausu. Ef þú æfir fimleika nú þegar er þér líka…
Mánudagur, 23 Desember 2019 11:41

Jólakveðja 2019

Fimleikasamband Íslands óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir frábært fimleikaár!
Föstudagur, 20 Desember 2019 12:33

Úrvalshópar í áhaldafimleikum karla

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum karla hefur valið iðkendur í úrvalshópa Fimleikasambandsins 2020. Fimleikamennirnir eru 16 talsins, 10 í fullorðinsflokki og 6 í unglingaflokki og koma úr 4 félögum. Úrvalshópur karla Arnór Már Másson, Gerpla Arnþór Daði Jónasson, Gerpla Atli Snær Valgeirsson, Ármann Breki Snorrason, Björk Eyþór Örn Baldursson, Gerpla…
Föstudagur, 20 Desember 2019 12:21

Úrvalshópar í áhaldafimleikum kvenna

Hildur Ketilsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna og Þorbjörg Gísladóttir, landsliðsþjálfari unglinga, hafa valið iðkendur í úrvalshópa Fimleikasambandsins 2020. Stúlkurnar eru 25 talsins, 11 í kvennaflokki og 14 í unglingaflokki og koma úr 7 félögum. Úrvalshópur kvenna Embla Guðmundsdóttir, Björk Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Björk Guðrún Edda Harðardóttir, Björk Irina Sazonova, Stjarnan Katharína Sybilla…
Fimmtudagur, 19 Desember 2019 11:33

Úrvalshópar og hæfileikamótun 2020

Landsliðsþjálfarar Íslands í áhaldafimleikum, Hildur Ketilsdóttir, Þorbjörg Gísladóttir og Róbert Kristmannsson, hafa á dögunum verið með úrtökuæfingar fyrir úrvalshópa í áhaldafimleikum fyrir árið 2020. Vel hefur verið mætt á æfingarnar og hafa þær gengið vonum framar. Í úrvalshópum hjá FSÍ eru þeir einstaklingar sem koma til greina í landsliðsverkefni á…
Síða 1 af 69