Föstudagur, 27 Mars 2020 12:47

Eurogym 2020 frestað vegna kórónuveirunnar

Sú erfiða ákvörðun hefur verið tekin af Evrópska fimleikasambandinu og Fimleikasambandi Íslands að fresta Eurogym hátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlí 2020 vegna kórónuveirunnar. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma…
Þriðjudagur, 24 Mars 2020 15:10

Íþróttafélög geta nýtt hlutagreiðslur

Starfsmenn og verktakar íþróttafélaga og frjálsra félagasamtaka eiga rétt til hlutagreiðslu samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda, samkvæmt frumvarpi sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði fram í síðustu viku og var samþykkt á föstudag. Miðað við það geta starfsmenn íþróttafélaga, þjálfarar og aðrir á launaskrá…
Föstudagur, 20 Mars 2020 18:14

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint…
Föstudagur, 13 Mars 2020 13:25

Fimleikasambandið frestar öllu mótahaldi

Fimleikasambandið frestar öllu mótahaldi á meðan samkomubann er í gildi í landinu. Nánari upplýsingar verða gefnar út eins og tilefni er til en Fimleikasambandið mun fylgja tilmælum almannavarna og ÍSÍ í starfi sambandsins. FSÍ fundaði nú rétt í þessu með ÍSÍ og öðrum sérsamböndum vegna þeirrar stöðu sem upp er…
Fimleikasamband Íslands hefur í samráði við Íþróttafélagið Gerplu, mótshaldara Norðurlandamóts í áhaldafimleikum, ákveðið að fresta mótinu um óákveðinn tíma.Allt kapp verður lagt á að finna nýja dagsetningu fyrir mótið og horfum við til byrjun september í þeim málum. Icelandic Gymnastics in co-operation with Gerpla sportsclub, event managers for the Nordic…
Fimmtudagur, 12 Mars 2020 12:40

Björn og Hlín á Ólympíuleikana í Tokyo

Það er mikill heiður fyrir Fimleikasamband Íslands að tveir af okkar reynslumestu dómurum, Hlín Bjarnadóttir og Björn Magnús Tómasson, hafa verið valin af Alþjóða Fimleikasambandinu til að dæma Ólympíuleikana í Tokyo. Bæði Björn og Hlín eru með áralanga reynslu í dómgæslu. Björn hefur verið alþjóðlegur dómari í áhaldafimleikum karla síðan…
Miðvikudagur, 11 Mars 2020 22:22

Mótahald 14. - 15. mars fellt niður

Fyrirhugað mótahald Fimleikasambandsins 14. - 15. mars, Bikarmót unglinga í hópfimleikum og Þrepamót 3 í áhaldafimleikum, hefur verið fellt niður. Ákvörðunin er tekin í samráði við mótshaldara, að vel hugsuðu máli, en yfir 1000 keppendur voru skráðir til leiks á mótin. Reiknað er með að Íslandsmótið í áhaldafimleikum fari fram…
Þriðjudagur, 10 Mars 2020 11:35

Unglingalandslið Íslands á Berlin Cup

Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari í áhaldafimleikum karla, hefur valið unglingalandslið fyrir Berlin Cup sem fram fer í Berlín í Þýskalandi dagana 3.-5. apríl 2020. Fjórir fimleikamenn munu skipa lið sem samanstendur af; Ágústi Inga Davíðssyni - GerpluDegi Kára Ólafssyni - GerpluJónasi Inga Þórissyni - GerpluSigurði Ara Stefánssyni - Fjölnir Þjálfarar í…
Þriðjudagur, 10 Mars 2020 11:26

Mótahald óbreytt hjá Fimleikasambandinu

Í gær hélt ÍSÍ fund um Covid-19 veiruna, hægt er að skoða fréttina hér. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í…
Nú hefur Fimleikasambandið mannað síðustu landsliðsþjálfarastöðuna fyrir Evrópumótið 2020 í hópfimleikum. Mads Pind Lochmann Jensen fyllti síðustu stöðu í blönduðu liði unglinga og bjóðum við hann velkominn í teymið. Þjálfara hvers liðs í stafrófsröð má sjá hér fyrir neðan. Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og…
Síða 1 af 71