Select Page

Landslið stúlkna í hópfimleikum

Your Title Goes Here

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Landslið fyrir Evrópumót 2022

Ferlið fram að EM 2024

Í úrvalshópum eru iðkendur fæddir 2007-2010. Þar eru iðkendur sem uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur sem landsliðsþjálfarar gefa út. Kröfur eru sendar á félögin og eru aðgengilegar á heimasíðu Fimleikasambandsins. Félagsþjálfarar tilnefna þá iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar fara yfir tilnefningarnar og horfa á mót vetrarins. Út frá þessum upplýsingum velja landsliðsþjálfarar velja úrvalshóp sem tilkynntur er á heimasíðu sambandsins og sendur á félögin. Úrvalshópur er breytilegur yfir árið og því eiga allir möguleika á að komast í hóp. 

Fimleikasambandið stefnir að því að senda tvö lið í U-18 á Evrópumótið 2024 (EM), stúlknalið og blandað lið. Iðkendum verður ekki skipt í stúlkna- og blandað lið fyrr en 1. júní.  Mótið verður haldið í Azerbaijan í október 2024. 

Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur með faglegri aðstoð frá Eddu Dögg Ingibersdóttur. Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir.

Úrvalshópar U-18 2024

Dagskrá

Dagskrá úrvalshópa/U-18 landsliða 2024

Markmið

Hér fyrir neðan má finna gólfæfingar (móment) sem landsliðsþjálfarar munu skoða á æfingum 2.-3. mars. Við óskum eftir að iðkendur séu vel undirbúnir og verði tilbúnir að sýna mómentin á æfingunum.

Stúlkur – Smellið hér

Drengir – Smellið hér

Iðkendum verður bætt í Sportabler hóp þar sem þeir fá nánari upplýsingar um æfingarnar.

Landsliðsþjálfarar U-18

U-18 stúlknalið

Eyrún Inga Sigurðardóttir
Gólfæfingar

Mads Pind Lochmann Jensen
Dýnustökk og trampólín

Tanja Birgisdóttir
Dýnustökk og trampólín

U-18 blandað lið

Michal Říšský
Gólfæfingar

Þorbjörn Bragi Jónsson
Dýnustökk og trampólín

Þórdís Þöll Þráinsdóttir
Dýnustökk og trampólín

Yfirþjálfarar

Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum. 

Björn Björnsson

Yfirþjálfari

Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir

Yfirþjálfari

Fyrirkomulag stúlknaliða á Evrópumótinu

Lokahópur samanstendur af tíu keppendum og tveimur varamönnum. Keppt er í undanúrslitum þar sem liðin freista þess að komast á lokamót. Einungis sex lið ná því og keppa um Evrópumeistaratitilinn.

Úrslit Íslands á Evrópumótum í stúlknaflokki

Fyrsta Evrópumótið fór fram árið 1996. Keppni í unglingaflokki hófst fyrst á Evrópumótum árið 2010.

2010 – Malmö, Svíþjóð – 3. sæti

2012 – Århus, Danmörk – 1. sæti

2014 – Reykjavík, Ísland – 3. sæti

2016 – Maribor, Slóvenía – 1. sæti

2018 – Odivelas, Portúgal – 3. sæti

2021 – Porto, Portúgal – 2.sæti

2022 – Lúxemborg – 3. sæti

Áfram Ísland

#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Um næsta Evrópumót

Staðsetning

Baku, Azerbaijan

Dagsetning

16.-19. október 2024

Aldur

Unglingaflokkur 14-17 ára (fædd 2010-2007)
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri

Frekari upplýsingar

Koma síðar