Select Page

Landslið stúlkna í hópfimleikum

Your Title Goes Here

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Landslið fyrir Evrópumót 2022

Ferlið fram að EM 2024

Í úrvalshópum eru iðkendur fæddir 2007-2010. Þar eru iðkendur sem uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur sem landsliðsþjálfarar gefa út. Kröfur eru sendar á félögin og eru aðgengilegar á heimasíðu Fimleikasambandsins. Félagsþjálfarar tilnefna þá iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar fara yfir tilnefningarnar og horfa á mót vetrarins til að velja í hópinn. Landsliðsþjálfarar velja svo úrvalshóp sem tilkynntur verður á heimasíðu sambandsins og sendur á félögin.

Landsliðshópar verða valdir á árinu 2024, en Fimleikasambandið stefnir að því að senda þrjú lið í unglingaflokki á Evrópumótið 2024 (EM), stúlknalið, drengjalið og blandað lið. Mótið verður haldið í Azerbaijan í október 2024. 

Landsliðsþjálfara drengja og stúlkna 2023 má sjá hér.

Dagskrá úrvalshópa unglinga 2023

Maí

Gestakennarinn Oliver Bay heldur æfingu fyrir úrvalshópa. Oliver er landsliðsþjálfari í power tumbling í Danmörku og vinnur í Vejstrup efterskole þar sem hann þjálfar einnig hópfimleika. Oliver er menntaður styrktarþjálfari og er með sitt eigið fyrirtæki, en nánari upplýsingar um hann er að finna hér: Oliver Bay

Tímasetning: Stúlkur: 18.maí, drengir: 20. maí.

Innihald æfinga: Aftur á bak stökk á dýnu, styrktaræfingar og fleira í tengslum við aftur á bak dýnustökk. 

Dagskrá:

Ath. Iðkendur eru beðnir um að mæta 30 mínútum áður en æfingarnar hefjast: 

  • Stúlkur mæta á eftirfarandi æfingu: 
    • 18. maí (fim), kl. 15:30-17:30, í Fjölni
  • Drengir mæta á eftirfarandi æfingu: 
    • 20. maí (lau), kl. 11:00-13:00 í fimleikahúsinu á Akranesi.

Endurmenntun FSÍ: Æfingarnar eru líka hluti af endurmenntun á vegum FSÍ og því verða fleiri þjálfarar sem mæta á æfingarnar til að fylgjast með. Auk þess verða námskeið í hádeginu og í bland við æfingar á kvöldin alla dagana. Öllum iðkendum er boðið að sitja fyrirlestrana og eru þeir hvattir til þess. Skráning verður send út samhliða nánari dagskrá.

Lágmarkskröfur fyrir iðkendur: Iðkendur þurfa að uppfylla lágmarkskröfur til að geta orðið hlut af úrvalshópi. Tilnefna þarf iðkendur sem geta uppfyllt lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar velja svo úrvalshóp sem tilkynntur verður á heimasíðu sambandsins og sendur á félögin.

Lágmarkskröfur, tilnefningar og lokamarkmið fyrir EM 2024 má finna hér.

Myndbönd af mómentamarkmiðum og tillögur að undirbúningsæfingum: 

Linkur. 

 

Ágúst

Æfing með Jacob Melin

Gestakennarinn Jacob Melin verður með æfingar fyrir úrvalshópa. Jacob er landsliðsþjálfari karla í hópfimleikum í Svíþjóð. Jacob er kennari að mennt og starfar hjá GIH (The Swedish school of sport and health sciences). Þar er hann í mastersnámi sem hann er að útskrifast úr í vor. Jakob starfar einnig sem þjálfari karlaliðs Bromma og heldur námskeið fyrir Fimleikasamband Svíþjóðar í dýnu- og trampólínstökkum.

Tímasetning: 24. ágúst – 27. ágúst (fim-sun). Nákvæm tímasetning kemur síðar. 

Innihald námskeiðs: Trampólín og hestur, styrktaræfingar og fleira í tengslum við trampólín og hest. 

Dagskrá: Nánari dagskrá kemur síðar en ein æfing verður fyrir úrvalshópa stúlkna og drengja. 

Endurmenntun FSÍ: Æfingarnar eru líka hluti af endurmenntun á vegum FSÍ og verða því fleiri þjálfarar sem mæta á æfingarnar til að fylgjast með. Auk þess verða námskeið í hádeginu og námskeið í bland við æfingar á kvöldin frá kl. 18:00 alla dagana. Öllum iðkendum er boðið að sitja fyrirlestrana og eru þeir hvattir til þess. Skráning verður send út samhliða nánari dagskrá.

Lágmarkskröfur fyrir iðkendur: Iðkendur þurfa að uppfylla lágmarkskröfur til að geta orðið hlut af úrvalshópi. Tilnefna þarf iðkendur sem geta uppfyllt lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar velja svo úrvalshóp sem tilkynntur verður á heimasíðu sambandsins. 

Lágmarkskröfur má finna hér ásamt lokamarkmiðum fyrir Evrópumót 2024.

 

Október/nóvember

Síðasta æfing fyrir úrvalshópa verður í október eða nóvember 2023, nánari tímasetning kemur síðar. 

Lágmarkskröfur fyrir iðkendur: 

Iðkendur þurfa að uppfylla lágmarkskröfur til að geta orðið hluti af úrvalshópi. Tilnefna þarf iðkendur sem geta uppfyllt lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar velja svo úrvalshóp sem tilkynntur verður á heimasíðu sambandsins og sendur á félögin.

Lágmarkskröfur má finna hér ásamt lokamarkmiðum fyrir Evrópumót 2024.

 

Dagskrá landsliða 2024

Landsliðshópar æfa saman frá tímabilinu júní – september, þegar landsliðin verða tilkynnt. Landsliðshópar verða endurskoðaðir í gegnum ferlið, eða þar til landslið verða tilkynnt. 

Yfirþjálfarar 

Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum. 

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Landsliðsþjálfarar

Björk Guðmundsóttir

Magnús Óli Sigurðsson

Dýnustökk og trampólín stúlkna og drengja

Mads Pind

Þórdís Þöll Þráinsdóttir

Dýnustökk og trampólín stúlkna og drengja

Þórdís Þöll Þráinsdóttir

Björk Guðmundsdóttir

Gólfæfingar stúlkna

Þórdís Þöll Þráinsdóttir

Eyrún Inga Sigurðardóttir

Gólfæfingar drengja

Björn Björnsson

Yfirþjálfari

Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir

Yfirþjálfari

Fyrirkomulag stúlknaliða á Evrópumótinu

Lokahópur samanstendur af tíu keppendum og tveimur varamönnum. Keppt er í undanúrslitum þar sem liðin freista þess að komast á lokamót. Einungis sex lið ná því og keppa um Evrópumeistaratitilinn.

Úrslit Íslands á Evrópumótum í stúlknaflokki

Fyrsta Evrópumótið fór fram árið 1996. Keppni í unglingaflokki hófst fyrst á Evrópumótum árið 2010.

2010 – Malmö, Svíþjóð – 3. sæti

2012 – Århus, Danmörk – 1. sæti

2014 – Reykjavík, Ísland – 3. sæti

2016 – Maribor, Slóvenía – 1. sæti

2018 – Odivelas, Portúgal – 3. sæti

2021 – Porto, Portúgal – 2.sæti

2022 – Lúxemborg – 3. sæti

Um næsta Evrópumót

Staðsetning

Baku, Azerbaijan

Dagsetning

16.-19. október 2024

Aldur

Unglingaflokkur 14-17 ára (fædd 2010-2007)
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri

Frekari upplýsingar

Koma síðar