Landslið blandaðs liðs unglinga í hópfimleikum
Your Title Goes Here
Day(s)
:
Hour(s)
:
Minute(s)
:
Second(s)
Landslið fyrir Evrópumót 2024
Ferlið fram að EM 2024
Í úrvalshópum eru iðkendur fæddir 2007-2010. Þar eru iðkendur sem uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur sem landsliðsþjálfarar gefa út. Kröfur eru sendar á félögin og eru aðgengilegar á heimasíðu Fimleikasambandsins. Félagsþjálfarar tilnefna þá iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar fara yfir tilnefningarnar og horfa á mót vetrarins til að velja í hópinn. Landsliðsþjálfarar velja svo úrvalshóp sem tilkynntur verður á heimasíðu sambandsins og sendur á félögin.
Landsliðshópar verða valdir á árinu 2024, en Fimleikasambandið stefnir að því að senda þrjú lið í unglingaflokki á Evrópumótið 2024 (EM), stúlknalið, drengjalið og blandað lið. Mótið verður haldið í Azerbaijan í október 2024.
Landsliðsþjálfara drengja og stúlkna 2023 má sjá hér.
Iðkendur sem fá boð á úrtökuæfingu:


Dagskrá:
3. desember 2023
Úrtökuæfing fyrir úrvalshópa unglinga í hópfimleikum verður haldin í fimleikahúsinu á Akranesi (Íþróttahúsið Vesturgötu, Vesturgata 130), sunnudaginn 3. des kl. 12:00-16:15.
Aldur: Úrvalshópaæfingar eru fyrir iðkendur fædda árið 2007-2010.
Lágmarkskröfur: Iðkendur þurfa að uppfylla ákveðin lágmörk til að vera skráð á æfinguna. Lágmörkin má finna hér.
Skráning: Skráning fer fram í gegnum félögin í gegnum þjónustugátt (Úrvalshópaæfing_ungl_HÓP_3.des). Allir þeir sem eru skráðir á úrtökuæfinguna en komast ekki inn, verða sjálfkrafa færðir á hæfileikamótunaræfinguna (því á einungis að skrá iðkendur á aðra hvora æfinguna).
Skráning er þó einungis tilnefning. Landsliðsþjálfarar velja iðkendur úr tilnefningunum og mynda úr þeim úrvalshóp. Tekið verður við tilnefningum til og með 17. nóvember 2023.
Ath. Við biðjum þjálfara vinsamlega að virða lágmörkin. GETA ÞARF ÆFINGARNAR ÁN MÓTTÖKU Í KEPPNISHÆÐ og það þarf að geta þær núna með stöðugum hætti, ekki er nóg að hafa getað þær áður. Sýna þarf mómentin á gólfi á æfingunni og iðkendur þurfa að geta gert þau gild.
Sendur verður listi á félögin með þeim iðkendum sem er boðið á æfinguna 24. nóvember og hann í framhaldinu birtur á heimasíðu sambandsins.
Dagskrá:
12:00 = Fá númer, myndataka og upplýsingar til iðkenda (einungis nýtt til að tengja andlit við númer).
12:30 = Upphitun.
13:00 = Skipt í 3 hópa. Hópar fara í gólfæfingar, á dýnu og á trampólín, 45 mín á hverju áhaldi.
- Gólfæfingar: Dómarar dæma stökk og gólfmóment:
- 10 mín til að æfa sig í mómentum
- Sýna hvert móment fyrir sig, ein tiilraun
- Má velja eitt móment í lokin til að sýna aftur
- Stökkáhöld (Dýna og trampólín):
- Ein almenn upphitunarumferð
- Upphitunarumferð
- Sýna umferð 1
- Upphitunarumferð
- Sýna umferð 2
- Upphitunarumferð
- Sýna umferð 3
15:15-15:30 = Teygjur og spjall. Æfingu lýkur kl. 15:30.
Úrvalshópur fyrir 2024 verður birtur í lok árs eða í byrjun næsta árs og hann birtur á heimasíðu sambandsins.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Landsliðsþjálfarar
Magnús Óli Sigurðsson
Dýnustökk og trampólín stúlkna og drengja
Þórdís Þöll Þráinsdóttir
Dýnustökk og trampólín stúlkna og drengja
Björk Guðmundsdóttir
Gólfæfingar stúlkna
Eyrún Inga Sigurðardóttir
Gólfæfingar drengja


Björn Björnsson
Yfirþjálfari
Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir
Yfirþjálfari
Yfirþjálfarar
Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.
Dagskrá landsliða 2024
Landsliðshópar æfa saman frá tímabilinu júní – september, þegar landsliðin verða tilkynnt. Landsliðshópar verða endurskoðaðir í gegnum ferlið, eða þar til landslið verða tilkynnt.
Fyrirkomulag bandaðra liða á Evrópumótum
Lokahópur samanstendur af tíu keppendum og tveimur varamönnum. Í hópnum þarf að vera jafnt hlutfall kvenna og karla. Meiðist keppandi, þarf keppandi af sama kyni að fylla í skarð þess keppanda. Keppt er í undanúrslitum þar sem liðin freista þess að komast á lokamót. Einungis sex lið ná því og keppa um Evrópumeistaratitilinn.
Úrslit Íslands á Evrópumótum í blönduðu liði unglinga
Fyrsta Evrópumótið fór fram árið 1996. Keppni í unglingaflokki hófst fyrst á Evrópumótum árið 2010.
2012 – Århus, Danmörk – 4. sæti
2014 – Reykjavík, Ísland – 3. sæti
2016 – Maribor, Slóvenía – 3. sæti
2018 – Odivelas, Portúgal – 4. sæti
2021 – Porto, Portúgal – 3. sæti
2022 – Lúxemborg – 5. sæti
Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Um næsta Evrópumót
Staðsetning
Baku, Azerbaijan
Dagsetning
16.-19. október 2024
Aldur
Unglingaflokkur 14-17 ára (fædd 2010-2007)
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri
Frekari upplýsingar
Koma síðar