Landslið blandaðs liðs unglinga í hópfimleikum
Your Title Goes Here
Day(s)
:
Hour(s)
:
Minute(s)
:
Second(s)
Landslið fyrir Evrópumót 2022
Landsliðsþjálfarar boða til úrtökuæfingu fyrir úrvalshópa í hópfimleikum, gerðar eru kröfur um geturstig þeirra sem hyggjast mæta á æfingarnar. Úrvalshópur er valin út frá frammistöðu á úrtökuæfingum. Landsliðshópur er valinn út frá úrvalshóp og landslið Íslands er svo valið úr iðkendum sem eiga sæti í landsliðshópi.
Æfingar fyrir landsliðshópa
Landsliðshópar æfa saman frá tímabilinu júní – september, þegar landsliðin verða tilkynnt. Landsliðshópar verða endurskoðaðir í gegnum ferlið, eða þar til landslið verða tilkynnt.
Yfirþjálfarar
Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.
Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar
Landsliðsþjálfarar
Michal Říšský
Gólfæfingar
Eysteinn Máni Oddsson
Dýnustökk og trampólín
Una Brá Jónsdóttir
Dýnustökk og trampólín
Fyrirkomulag bandaðra liða á Evrópumótum
Lokahópur samanstendur af tíu keppendum og tveimur varamönnum. Í hópnum þarf að vera jafnt hlutfall kvenna og karla. Meiðist keppandi, þarf keppandi af sama kyni að fylla í skarð þess keppanda. Keppt er í undanúrslitum þar sem liðin freista þess að komast á lokamót. Einungis sex lið ná því og keppa um Evrópumeistaratitilinn.
Úrslit Íslands á Evrópumótum í blönduðu liði unglinga
Fyrsta Evrópumótið fór fram árið 1996. Keppni í unglingaflokki hófst fyrst á Evrópumótum árið 2010.
2012 – Århus, Danmörk – 4. sæti
2014 – Reykjavík, Ísland – 3. sæti
2016 – Maribor, Slóvenía – 3. sæti
2018 – Odivelas, Portúgal – 4. sæti
2021 – Porto, Portúgal – 3. sæti

Um Evrópumótið
Staðsetning
Lúxemborg
Dagsetning
14. - 17. september 2022
Aldur
Unglingaflokkur 14-17 ára (fædd 2005-2008)
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri
Frekari upplýsingar
Heimasíða mótsins: https://www.coque.lu/en/actualites/european-teamgym-championships-2022