Select Page

Hæfileikamótun 2023

Í hæfileikamótun eru iðkendur fæddir 2007-2011. Hæfileikamótun er fyrir iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunaræfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara.

Á fyrstu æfingu ársins fengu iðkendur fræðslu, sem fjallaði um hvað er að vera í hæfileikamótun og úrvalshópum, kynningu á FSÍ, landsliðum, markmiðum og ferlinu að Evrópumóti. Slóð á glærur má finna hér. 

Þjálfarar í hæfileikamótun 2023

lkdjflsdjk

Magnús Óli Sigurðsson
Stökkáhöld hjá drengjum og stúlkum

Þórdís Þöll Þráinsdóttir
Stökkáhöld hjá drengjum og stúlkum

Björk Guðmundsdóttir
Gólfæfingar stúlkna

Eyrún Inga Sigurðardóttir
Gólfæfingar drengja

Iðkendum boðið á æfingu – Des 2023

Dagskrá hæfileikamótunar 2023

Æfing 12. mars 2023:

Fyrsta æfing beggja hópa var haldin á Akranesi sunnudaginn 12. mars 2023. 

 

Æfing 2. desember 2023: 

Hæfileikamótunaræfing í hópfimleikum verður haldin laugardaginn 2. des í Fjölni, Egilshöll.

Aldur: Í hæfileikamótun eru iðkendur fæddir 2007-2011.

Lágmarkskröfur: Hæfileikamótun er fyrir iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunaræfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra af hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara.

Iðkendur þurfa að uppfylla ákveðin lágmörk til að vera skráð á æfinguna. Lágmörkin má finna hér.

Ath. Við biðjum þjálfara vinsamlega að virða lágmörkin. GETA ÞARF ÆFINGARNAR ÁN MÓTTÖKU Í KEPPNISHÆÐ og það þarf að geta þær núna með stöðugum hætti, ekki er nóg að hafa getað þær áður. Sýna þarf mómentin á gólfi á æfingunni og iðkendur þurfa að geta gert þau gild.

Skráning: Skráning fer fram í gegnum félögin í gegnum þjónustugátt (Hæfileikamótun_HÓP_2.des)

Allir þeir sem eru skráðir á úrtökuæfinguna en komast ekki inn, verða sjálfkrafa færðir á hæfileikamótunaræfinguna (því á einungis að skrá iðkendur á aðra hvora æfinguna).

 

Dagskrá: 

13:00 = Mæting, iðkendur hitta þjálfara og fá upplýsingar um æfinguna.

13:30 = Upphitun og hópeflisleikir.

14:15 = Skipt í 3 hópa. Hópar fara í gólfæfingar, á dýnu og á trampólín, 40 mín á hverju áhaldi.

  • Gólfæfingar:
    • Undirbúningsstöðvar.
    • Sýna öll móment.
  • Stökkáhöld (Dýna og trampólín):
    • Undirbúningsstöðvar
    • Full stökk

15:45-16:00 = Teygjur, spjall og nestistími. Við biðjum iðkendur um að koma með nesti með sér sem hægt er að fá sér áður en fræðslan hefst.

16:00-16:45 = Fræðsla um svefn fyrir fimleikaiðkendur með Vöku Rögnvaldsdóttur, lektor við Háskóla Íslands.

 

Félagsþjálfarar eru beðnir um að fylgja iðkendum á æfingarnar og taka þátt í stöðvaþjálfun. Þeir þjálfarar sem eiga ekki iðkendur á þessu getustigi eru einnig velkomnir að koma og taka þátt í æfingunni, en æfingin er einnig miðuð að því að gefa þjálfurum tæki og tól til að nýta sér í sínu félagi.

Hlökkum til að sjá ykkur.