Select Page

Hæfileikamótun 2023

Í hæfileikamótun eru iðkendur fæddir 2007-2011. Hæfileikamótun er fyrir iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunaræfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara.

Á fyrstu æfingu ársins fengu iðkendur fræðslu, sem fjallaði um hvað er að vera í hæfileikamótun og úrvalshópum, kynningu á FSÍ, landsliðum, markmiðum og ferlinu að Evrópumóti. Slóð á glærur má finna hér. 

Þjálfarar í hæfileikamótun 2023

lkdjflsdjk

Magnús Óli Sigurðsson
Stökkáhöld hjá drengjum og stúlkum

Þórdís Þöll Þráinsdóttir
Stökkáhöld hjá drengjum og stúlkum

Björk Guðmundsdóttir
Gólfæfingar stúlkna

Eyrún Inga Sigurðardóttir
Gólfæfingar drengja

Dagskrá hæfileikamótunar 2023

Æfing 12. mars 2023:

Fyrsta æfing beggja hópa var haldin á Akranesi sunnudaginn 12. mars 2023. 

 

Æfing í ágúst/september 2023: 

Næsta æfing verður haldin í lok ágúst eða byrjun september, en nánari tímasetning kemur þegar nær dregur. Hér má sjá skráningu og lágmarkskröfur fyrir æfinguna: 

Skráning:

Félagsþjálfarar meta getu iðkenda sinna m.t.t. lágmarkskrafna og skrá þá iðkendur sem uppfylla lágmakrsskilyrðin á æfingum.

Lágmarkskröfur: 

Smelltu hér. 

Ath. Við biðjum þjálfara vinsamlega að virða lágmörkin. GETA ÞARF ÆFINGARNAR ÁN MÓTTÖKU Í KEPPNISHÆÐ og það þarf að geta þær núna með stöðugum hætti, ekki er nóg að hafa getað þær áður. Sýna þarf mómentin á gólfi á æfingunni og iðkendur þurfa að geta gert þau gild. 

Félagsþjálfarar eru beðnir um að fylgja iðkendum á æfingarnar og taka þátt í stöðvaþjálfun. Þeir þjálfarar sem eiga ekki iðkendur á þessu getustigi eru einnig velkomnir að koma og taka þátt í æfingunni, en æfingin er einnig miðuð að því að gefa þjálfurum tæki og tól til að nýta sér í sínu félagi.

Nánari upplýsingar um tímasetningu og dagskrá æfingar koma þegar nær dregur.