Select Page

Hæfileikamótun 2024

Hæfileikamótun er fyrir iðkendur fædda 2007-2012, sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunar æfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara.

Árið 2023 fengu iðkendur í hæfileikamótun fræðslu, sem fjallaði um hvað er að vera í hæfileikamótun og úrvalshópum, kynningu á FSÍ, landsliðum, markmiðum og ferlinu að Evrópumóti. Slóð á glærur má finna hér. 

Þjálfarar í hæfileikamótun 2024

Aníta Þorgerður Tryggvadóttir

Helgi Laxdal Aðalgeirsson

Fyrstu æfingar í hæfileikamótun 2024

Tímasetning: Laugardaginn 9. mars í Gróttu, Seltjarnarnesi. Æfingin verður í tveimur hlutum þar sem drengir og stúlkur mæta í sitthvoru lagi á æfinguna. Athugið að aldursskipt verður í hópa á æfingunni sé nægur fjöldi til þess. 

Við biðjum félagsþjálfarar að fylgja iðkendum á æfingarnar.

Dagskrá (ath. Að uppsetning á æfingu getur breyst eftir fjölda sem eru skráðir): 

  • Drengir kl. 14:00 – 16:30
    – 14:00 mæting, hitta þjálfara og fá upplýsingar um æfinguna.
    – 14:15 upphitun
    – 14:45 dýnustökk
    – 15:15 trampólín
    – 15:45 gólf – móment
    – 16:15 teygjur og spjall

 

  • Stúlkur kl. 17:00 – 19:30
    – 17:00 mæting, hitta þjálfara og fá upplýsingar um æfinguna
    – 17:15 upphitun
    – 17:45 skipt í hópa: Dýnu og trampólín stöðvar (20 mín) og full stökk (10 mín)
    – 18:15 skipt um áhöld (dýna & trampólín)
    – 18:45 gólf (allir saman) (30 mín)
    – 19:15 teygjur og spjall

Iðkendur þurfa að uppfylla ákveðin lágmörk til að vera skráð á æfinguna. Félög/félagsþjálfarar skrá þá iðkendur sem uppfylla kröfurnar. Skráning lokar 4. mars

Skráning fer fram í gegnum Þjónustugátt FSÍ undir nafninu:
Hæfileikamótun 9. mars – Hópfimleikar

Dagskrá 2024

Nánari dagskrá fyrir árið 2024 er í vinnslu og verður birt hér þegar hún er tilbúin.