Select Page

Minningarsjóður Áslaugar Einarsdóttur

Stofnaður árið 1982 af Lovísu Einarsdóttur 

Hinn 26. maí 1982 stofnaði Lovísa Einarsdóttir þáverandi formaður FSÍ stjóð til minningar um móður sína Áslaugu Einarsdóttur. Stofnframlag var kr. 20.000. Tilgangur sjóðsins er að styrkja íþróttamann til náms í fimleikakennslu eftir ábendingum aðila innan FSÍ um þá íþróttamenn sem líklegir eru til að halda áfram starfi í fimleikum og þjálfun að námi loknu. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram þann 4. ágúst 1983.

Í ágúst 1990 var fyrirkomulagi úthlutunar úr sjóðnum breytt.  Styrkþega var ekki skylt að vera í námi, og til greina kemur að veita styrkinn til námskeiða sem standa yfir í skemmri tíma en 6 mánuði. 

Í ágúst 1991 var samþykkt að gerð yrðu minningarkort til styrktar Minningarsjóði Áslaugar Einarsdóttur. Fyrirkomulagið er þannig að hringt er á skrifstofu FSÍ eða sendur tölvupóstur á netfangið: fsi@fimleikasamband.is, tilgreint hver á að fá kortið og til minningar um hvern og hvaða upphæð viðkomandi vill gefa í sjóðinn. Reikningsnúmerið fyrir Minningarsjóðinn er 0313-18-650263, kennitala fimleikasambands íslands er 540169-2849. 

Stjórn FSÍ stjórnar sjóðnum og veitir úr honum styrki.