Select Page

Lið ársins!!

Sjá frétt

Fréttir

Lið ársins!

Lið ársins!

Kvennalandsliðið í hópfimleikum var valið lið ársins 2021 af Samtökum íþróttafréttamanna. Liðið hreppir titilinn fyrir gott...

Úrslit móta hnappur
Mótaskrá hnappur
Covid-19 hnappur
Myndasíða
Tilkynna ofbeldi

Iðkendur

Þjálfarar með FSÍ leyfi

Fimleikafélög

Fimleikagreinar

Merki 66 north
Merki Under Armour
Merki fimleikar.is
Merki Höldur
Merki Lottó
Sjóvá merki

Fimleikafólk ársins 2021

Helgi Laxdal Aðalgeirsson

Fimleikakarl ársins

Helgi var í karlalandsliði Íslands á nýafstöðnu Evrópumóti í hópfimleikum þegar liðið tryggði sér 2. sæti en það er í fyrsta sinn sem karlaliðið kemst á pall. Hann keppti fyrstur í heiminum með framseríuna skrúfa-kraftstökk-tvöfalt strekkt heljarstökk með tveimur hálfri skrúfu á dýnu og braut þar blað í fimleikasögunni. Hann var valinn í úrvalslið mótsins, einn af sex fimleikamönnum á öllu mótinu sem fengu þann heiður, en Helgi var valinn fyrir stökkin sem hann framkvæmdi á dýnu. Helgi keppti einnig með yfirslag með tvöföldu heljarstökki og hálfri skrúfu og þrefalt heljarstökk með tveimur og hálfri skrúfu á trampólíni og er þar á pari við allra bestu fimleikamenn heims í erfiðleika. Helgi keppti ásamt liðinu sínu á Bikar og Íslandsmóti í vor og hampaði þar Íslands og Bikarmeistaratitlum. Hann hefur löngum vakið athygli fyrir mikla útgeislun á dansgólfinu þar sem hann nýtur sín vel og skilar dansinum virkilega vel frá sér, Helgi er einnig framúrskarandi góður stökkvari og keppir iðullega í öllum umferðum þegar að liðið hans keppir.

Kolbrún Þöll Þorradóttir

Fimleikakona ársins

Kolbrún Þöll var máttarstólpi í kvennalandsliði Íslands á Evrópumóti í hópfimleikum nú í desember þegar liðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Kolbrún keppti í öllum umferðum í undanúrslitum og í úrslitunum og skilaði öllum sínum stökkum og gólfæfingum með glæsibrag. Stökkin hennar voru á meðal þeirra erfiðustu sem framkvæmd voru á mótinu og ber þar helst að nefna tvöfalt heljarstökk með beinum líkama og þremur og hálfri skrúfu, sem hún framkvæmdi á trampólíni bæði í undanúrslitum og úrslitum við mikinn fögnuð fimleikaheimsins. Kolbrún Þöll er fyrsta konan til þess að keppa með það stökk á Alþjóðlegu móti, hún keppti einnig með þetta stökk 2016, en á þeim 5 árum hefur engin önnur kona keppt með stökkið, sem er til marks um hversu erfitt það er. Kolbrún Þöll var ein af sex fimleikakonum á EM sem var valin í úrvalslið Evrópumótsins „All stars“ liðið, en hún hefur verið valin í það lið á síðustu 4 Evrópumótum, 2014, 2016, 2018 og núna 2021. Kolbrún var að keppa á sínu 5. Evrópumóti en hún var í sigurliði Íslands árið 2012, þegar stúlknaliðið varð Evrópumeistari og er þetta því hennar annar Evrópumeistaratitill. Kolbrún er fimleikakona á heimsmælikvarða sem eftir er tekið á öllum mótum, hvort sem er á Íslandi eða erlendis, vegna stórkostlegra hæfileika og góðrar framkvæmdar í stökkum, sem og í gólfæfingum. Kolbrún varð á árinu Íslands – og Bikarmeistari með félagsliði sínu, Stjörnunni, og spilar þar ekki síður stórt hlutverk en í landsliðinu.

Kvennalandsliðið í hópfimleikum

Lið ársins

Liðið keppti á Evrópumóti í Portúgal í desember 2021. Eftir undanúrslitadaginn var liðið í 2. sæti, 0,950 stigum á eftir Svíþjóð. Á úrslitadaginn sýndu þær úr hverju þær væru gerðar og gerðu sér lítið fyrir og urðu Evrópumeistarar, með jafnmörg stig og Svíþjóð en sigur á fleiri áhöldum. Íslenska liðið sigraði á gólfi og á trampólíni enda með hnökralaust trampólín og stórkostlegan dans þar sem þær fengu nánast öll dansmómentin sín gild. Það geislaði af þeim á dansgólfinu og það sást að þær voru öruggar og tilbúnar í öllum stökkum. Liðið samanstendur af virkilega frambærilegum fimleikakonum sem hafa lagt mikið í sölurnar síðustu ár og unnið mjög hart að því að ná þessum titli, sem þær áttu svo sannarlega skilið. Lið ársins er án nokkurs vafa íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum.