Select Page

Uppfærð mótaskrá

Sjá hér

Fréttir

Tilkynna ofbeldi
Úrslit móta hnappur
Covid-19 hnappur
Mótaskrá hnappur

Iðkendur

Þjálfarar með FSÍ leyfi

Fimleikafélög

Fimleikagreinar

Merki 66 north
Merki Under Armour
Merki fimleikar.is
Merki Höldur
Merki Lottó
Sjóvá merki

Fimleikafólk ársins 2019

Agnes Suto Tuuha

Fimleikakona ársins

Agnes Suto Tuuha er búin að vera í fremstu röð á Íslandi í áraraðir. Agnes varð Íslandsmeistari í fjölþraut 2019 og í verðlaunasætum á öllum áhöldum í keppni á einstökum áhöldum. Hún varð bikarmeistari 2019 með liði Gerplu og sigraði GK-meistaramót. Agnes tók þátt í öllum landsliðsverkefnum vorannar, sem byrjaði með Evrópumótinu í Póllandi. Þaðan lá leiðin til Flanders International Team Challenge og að lokum var hún valin til þátttöku á Evrópuleikunum í Minsk síðasta sumar. Agnes lauk svo keppnisárinu með því að taka þátt í Norðurlandamótinu í TeamGym nú í haust.

Valgarð Reinhardsson

Fimleikamaður ársins

Valgarð Reinhardsson varð Íslandsmeistari í fjölþraut auk þess sem að hann vann sigur á fjórum áhöldum af sex í keppni á einstölum áhöldum. Hann varð einnig bikarmeistari með liði sínu Gerplu. Valgarð stóð sig vel í alþjóðlegum verkefnum og vann hann meðal annars brons verðlaun á svifrá á Norður Evrópumóti. Einnig komst Valgarð í úrslit í gólfæfingum á heimsbikarmóti í Koper, en hann var einnnig varamaður í úrslit á tvíslá á sama móti. Önnur verkefni sem Valgarð tók meðal annars þátt í voru Evrópuleikarnir í Minsk og heimsbikarmót í Melbourne, Ástralíu.

Kvennalið Stjörnunnar

Lið ársins

Kvennalið Stjörnunnar varð Íslands- og bikarmeistari árið 2019 og varði þar með titilina frá ári áður. Liðið varð í öðru sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór í nóvember 2019 og voru hársbreidd frá því að vinna til gullverðlauna. Á norðurlandamótinu fékk liðið hæstu einkunn í gólfæfingum eða 21.575 stig sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið fyrir dans í hópfimleikum hingað til.