Select Page

Úrvalshópur kvenna 

Inntökuskilyrði og val í landslið

Valið er í úrvalshóp í upphafi hvers árs. Til úrtöku er boðið þeim sem hafa náð bestum árangri í frjálsum æfingum árið á undan. Konur í úrvalshópi þurfa að vera 16 ára og eldri og íslenskir ríkisborgarar. Þær sem taka sæti í úrvalshópi skuldbinda sig til að fylgja reglum sambandsins. Fyrir hvert alþjóðlegt verkefni er valið í landslið. Eingöngu þær konur sem tilheyra úrvalshópi hafa möguleika á að komast í landsliðið. Fjöldi einstaklinga og kröfur eru breytilegar milli verkefna. Hægt er að kynna sér verkefni tímabilsins hér fyrir neðan.

Landslið

Landsliðsþjálfari

Hildur Ketilsdóttir

Hildur Ketilsdóttir

Hefur lokið tveimur árum í Uppeldis og menntunarfræði HÍ. Hún hefur lokið öllum þjálfaranámskeiðum á vegum Fimleikasambands Íslands, Topp þjálfaranámskeiði í Danmörku og þjálfaranámskeiði á vegum Evrópska Fimleikasambandsins.

Hildur hefur sinnt þjálfun í rúm 20 ár hjá Fimleikafélaginu Björk á ýmsum getustigum, en lengst af sem þjálfari meistaraflokks Bjarkanna. Hún hefur setið í Tækninefnd áhaldafimleika kvenna í 6 ár, verið landsliðsþjálfari í tvö ár og landsdómari í 8 ár.

Hún hefur náð framúrskarandi árangri og hafa iðkendur hennar raðað sér í efstu sætin á sterkustu mótunum hérlendis og Bjarkirnar átt margar landsliðskonur undanfarin ár. 

Í úrvalshóp eru

Vegna Covid-19 hefur ekki verið valið í úrvalshóp 2021 heldur eru keppendur valdir í hvert verkefni fyrir sig.

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Baku

Landsliðsverkefni 2021

Evrópumót

StaðsetningBasel, Sviss

Dagsetning21. – 25. apríl 2021

Fyrirkomulag: Fjölþraut og úrslit á einstökum áhöldum

Keppendur: Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir