Select Page

Úrvalshópur kvenna 

Inntökuskilyrði og val í landslið

Valið er í úrvalshóp í upphafi hvers árs. Til úrtöku er boðið þeim sem hafa náð bestum árangri í frjálsum æfingum árið á undan. Konur í úrvalshópi þurfa að vera 16 ára og eldri og íslenskir ríkisborgarar. Þær sem taka sæti í úrvalshópi skuldbinda sig til að fylgja reglum sambandsins. Fyrir hvert alþjóðlegt verkefni er valið í landslið. Eingöngu þær konur sem tilheyra úrvalshópi hafa möguleika á að komast í landsliðið. Fjöldi einstaklinga og kröfur eru breytilegar milli verkefna. Hægt er að kynna sér verkefni tímabilsins hér fyrir neðan.

Landslið

Landsliðsþjálfari

Hildur Ketilsdóttir

Hildur Ketilsdóttir

Hefur lokið tveimur árum í Uppeldis og menntunarfræði HÍ. Hún hefur lokið öllum þjálfaranámskeiðum á vegum Fimleikasambands Íslands, Topp þjálfaranámskeiði í Danmörku og þjálfaranámskeiði á vegum Evrópska Fimleikasambandsins.

Hildur hefur sinnt þjálfun í rúm 20 ár hjá Fimleikafélaginu Björk á ýmsum getustigum, en lengst af sem þjálfari meistaraflokks Bjarkanna. Hún hefur setið í Tækninefnd áhaldafimleika kvenna í 6 ár, verið landsliðsþjálfari í tvö ár og landsdómari í 8 ár.

Hún hefur náð framúrskarandi árangri og hafa iðkendur hennar raðað sér í efstu sætin á sterkustu mótunum hérlendis og Bjarkirnar átt margar landsliðskonur undanfarin ár. 

Í úrvalshóp eru

Nanna Guðmundsdóttir

Grótta

Katharína Sybilla Jóhannsdóttir  Fylkir 
Embla Guðmundsdóttir Björk
Emilía Björt Sigurjónsdóttir Björk
Guðrún Edda Min Harðardóttir Björk
Irina Sazonova Fjölnir
Laufey Birna Jóhannsdóttir Grótta
Margrét Lea Kristinsdóttir Björk
Sonja Margrét Ólafsdóttir Gerpla
Thelma Aðalsteinsdóttir Gerpla
Thelma Rún Guðjónsdóttir Gerpla
Birta Björg Alexandersdóttir Björk

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Baku

Landsliðsverkefni 2021

Evrópumót

StaðsetningBasel, Sviss

Dagsetning21. – 25. apríl 2021

Fyrirkomulag: Fjölþraut og úrslit á einstökum áhöldum