Select Page

Skrá á mót

Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um skráningu á mót

Mikilvægt er að muna

Skráning á mót:

 • Einungis forráðamenn félaga mega skrá á mót.
 • Skráningar á mót fara fram í gegnum Þjónustugátt.
 • Þjónustugáttinn lokar alltaf á miðnætti eða kl. 23:59 á skráningardegi.
 • Vegna tæknilegra atriða er skráningardagur í kerfinu alltaf settur degi seinna en hann í rauninni er, þ.e. ef skráningardagur í kerfinu er 7.01.2021 þá lýkur skráningarfresti kl. 23:59 þann 6. janúar.

Skráningarfrestir:

 • Áhaldafimleikar: Lýkur 4 vikum fyrir mót.
 • Hópfimleikar: Lýkur 4 vikum fyrir mót. Tíu dögum fyrir mót þarf að vera búið að skila inn nafnalista liða.
 • Ef skráningarfrestir eru ekki virtir kemur til seinskráningargjalds, sjá verðskrá.
 • Allar seinskráningar þurfa að fara í gegnum skrifstofu FSÍ.

 Dómaraskráningar:

 • Áhaldafimleikar: Dómaraskráningu skal skilað til skrifstofu eftir að skrifstofa hefur sent út skipulag móts. Frestur til að skila inn dómurum er minnst 2 vikum fyrir mót. Með skipulagi fylgir fjöldi gilda fyrir hvert félag og dagsetning með seinasta degi til að skila dómara. Eru félögin beðin um að virða þann frest.
 • Hópfimleikar: Dómaraskráningu skal skila til skrifstofu 3 dögum eftir að skipulag mótsins liggur fyrir.
 • Senda skal inn óskir dómara um mótshluta.
 • Ef dómaraskráningum er skilað inn eftir að skráningarfresti lýkur kemur til seinskráningargjalds, sjá verðskrá.

Afskráningar:

 • Eru ekki leyfilegar nema að um meiðsli eða veikindi sé að ræða. Félög gætu verið beðin um að skila inn læknisvottorði.

Skref 1

Fara inn á Þjónustugátt. Velja “skrá á mót”.

Skref 1

Skref 2

Veljið mótið sem á að skrá á með því að ýta á stækkunarglerið.

Skref 2

Skref 3 –

Skráning keppenda

Liðaskráningar:

Ef um liðakeppni er að ræða, þá þarf að byrja á því að búa til liðin undir flipanum „Liðaskráningar“. 

Því næst ýtið þið á bláa plúsin í hægra horninu. Skráið inn félagið og svo liðsnafnið og vistið með því að ýta á græna hakið. Það þarf að passa upp á að öll lið séu skráð rétt. Öll lið nr. 1 frá félagið séu númer 1 og lið nr. 2 sé númer 2 o.s.frv.

Skref 3a

Einstaklingsskráningar:

Þið getið bæði skráð einn keppanda í einu eða ýta á hnappinn „Fjöldaskrá“. Ef þið veljið þann hnapp þá skráið þið kennitölur (án bandstriks) og ýtið á enter eftir hverja kennitölu. Ef þið skráið einn í einu þá ýtið þið á bláa krossinn. Athugið að efsti dálkurinn skal alltaf vera auður. 

Skref 3B

Þegar búið er að ýta á plúsinn kemur upp gluggi þar sem að nafn eða kennitala er slegin inn. Eingöngu er hægt að skrá einstaklinga sem að eru skráðir með leyfi í kerfið. Veljið einstaklingin og ýtið á græna hakið til að vista skráningu. Ef einstaklingurinn er í liði sem búið er að skrá inn, þá skal skrá inn félagið í dálknum „Lið“.

Skref 4 –

Skráning þjálfara

Það er mjög mikilvægt að skrá þjálfara á mótið samhliða keppendunum þar sem að þjálfari hefur ekki leyfi til þess að fylgja keppendum á mót án þess að vera skráður og með viðeigandi leyfi. Skráning þjálfara fer fram í flipanum „Þjálfaraskráningar“ með sama hætti og ofangreindar skráningar.

Eftir að búið er að færa inn skrá þá þarf að villuprófa gögnin. Passið að velja rétt leyfi í „tegund leyfis“

Skref 5

Vista skráningu

 Þegar búið er að skrá inn allar keppendur og þjálfara þarf að passa upp á að vista skráninguna. Hægt er að taka saman skráninguna með því að ýta á „Færa einstaklinga/lið í Excel“.

Skref 5a