Þjálfaranámskeið
Þjálfaranámskeið FSÍ eru hluti af þjálfaramenntun ÍSÍ. Þjálfaramenntunin skiptist í tvo hluta þar sem að almennur hluti námskeiða er kenndur á vegum ÍSÍ og sérgreinahluti er kenndur innan sérsambandanna. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur verið unnið eftir þessu fyrirkomulagi frá 1999.
Námskeið fyrir stjórnendur leikskólahópa
Á þessu námskeiði er fjallað um hreyfiþroska og samskipti við börn á aldrinum 2-5 ára. Farið er í hugmyndir að upphitun og áhaldahringjum og uppbyggingu tímans. Einnig er búist við að þjálfarar taki virkan þátt á námskeiðinu í umræðum og séu tilbúnir að deila reynslu sinni.
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: Engin undanfari


Námskeið fyrir aðstoðarleiðbeinendur leikskólahópa
Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk aðstoðarleiðbeinenda og til hvers er ætlast af þeim í tímanum. Fjallað er um samskipti við börn á aldrinum 2-5 ára auk þess sem farið er í móttökur á grunnæfingum.
Aldurstakmark: 14 ára
Undanfari: Engin undanfari
Aðstoðarþjálfari 1
5 klukkustundir
Námskeiðið er ætlað þeim þjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skerf í þjálfun undir handleiðslu reyndari þjálfara. Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk aðstoðarþjálfara, samskipti við börn, öryggisþætti í fimleikasalnum og grunnhandtök í verklegri kennslu.
Aldurstakmark: Miðast við nemendur í 10. bekk grunnskóla
Undanfari: Enginn undanfari
Réttindi: Aðstoðarþjálfari
Aðstoðarþjálfari 2
5 klukkustundir
Framhald af Aðstoðaþjálfari 1, ætlað þeim þjálfurum sem eru að stíga sín fyrstu skerf í þjálfun undir handleiðslu reyndari þjálfara.
Aldurstakmark: Miðast við nemendur í 10. bekk grunnskóla
Undanfari: Aðstoðarþjálfari 1
Réttindi: Aðstoðarþjálfari
Þjálfaranámskeið 1A
14 klukkustundir
Í bóklegri kennslu er lögð áhersla á hlutverk þjálfarans, virkni í þjálfun og öryggisþætti.
Í verklegri kennslu er farið í upphitun og leiki auk grunnæfinga í fimleikum.
Aldurstakmark: 18 ára
Undanfari: Enginn undanfari
Réttindi: Þjálfari yngri iðkenda


Þjálfaranámskeið 1B
18 klukkustundir
Í bóklegum hlutum er kennt líkamsbeiting og móttaka, þjálffræði – kennslufræði, þjálffræði – grunnþættir þjálfunar, sýningar, æfingadagbók.
Í verklegum hlutum er farið í Lítið trampólín, Grunnæfingar á gólfi og slá 2, Grunnur í dansi 2, Stórt trampólín 2, Upphitun, þrek og teygjur, Líkamsbeiting og móttaka.
Aldurstakmark: 18 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A
Réttindi: Þjálfari yngri iðkenda
Móttökunámskeið 1 – Hópfimleikar
Á námskeiðinu er kennd móttökutækni í öllum helstu grunnæfingum sem framkvæmdar eru á bæði dýnu og trampólíni í hópfimleikum. Námskeiðinu lýkur með verklegu prófi sem er metið staðið/fallið.
Aldurstakmark: 16 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A
Réttindi: Námskeiðið gefur réttindi til móttöku á grunnæfingum í keppni
Móttökunámskeið 1 – Áhaldafimleikar
Á námskeiðinu er kennd móttökutækni í ölllum helstu grunnæfingum sem framkæmdar eru í áhaldafimleikum karla og kvenna. Þátttakendur eru saman á stökki, gólfi og rám en skiptast svo í tvo hópa þegar kemur að slá hjá konum og hringjum og tvíslá hjá körlum. Námskeiðinu lýkur með verklegu prófi sem er metið staðið/fallið.
Aldurstakmark: 16 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A

Þjálfaranámskeið 2A
Aldurstakmark: 18 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A, 1B og 1. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ
Réttindi: Þjálfari yngir keppnishópa
Þjálfaranámskeið 2B
Aldurstakmark: 18 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A, 1B, 2A og 1.stig þjálfaramenntunar ÍSÍ
Réttindi: Þjálfari unglinga á keppnisstigi


Móttökunámskeið 2 – Hópfimleikar
Á námkeiðinu er farið yfir móttökunækni í flóknari æfingum sem kenndar eru á dýnu og trampólíni í hópfimleikum. Á dýnu er farið í móttökur í skrúfum og tvöföldum heljarstökkum. Á trampólíni og hesti er farið í móttökur á tvöföldum heljarstökkum.
Aldurstakmark: 18 ár
Undanfari: Þjálfaranámskeið 1A og 1B, 2A og Móttökunámskeið 1 í hópfimleikum.
Réttindi: Námskeiðið gefur réttindi til móttöku í keppni.
Þjálfaranámskeið 3A
Aldurstakmark: 20 ár
Undanfari: 1. og 2. stig hjá FSÍ og ÍSÍ.
Réttindi: Þjálfari meistarahópa.
