Select Page

Fimleikasamband Íslands

Um FSÍ

Fimleikasamband Íslands var stofnað 17. maí 1968. Fyrsti formaður sambandsins var Valdimar Örnólfsson. Síðan hafa tólf manns gengt embætti formanns, núverandi formaður Fimleikasambandsins er Sigurbjörg Fjölnisdóttir.

Fimleikasamband Íslands er eitt af sérsamböndum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og er æðsti aðili fimleikamála innan þeirra raða. FSÍ hefur það hlutverk að halda utan um fimleikaíþróttina á Íslandi og vera sameiningaraðili fimleikafélaga hérlendis og erlendis  

Fimleikasambandið er þjónustuaðili fyrir félögin í landinu, iðkendur og foreldra. Það er hlutverk Fimleikasambandsins að vinna að framgangi fimleika á Íslandi með því að styðja félögin í uppbyggingu og að þjónusta sé til staðar fyrir öll börn, á þeirra forsendum. Eins leggjum við áherslu á að auka fjölbreytileika iðkenda í fimleikum.

Fimleikahreyfingin hefur upp á margt að bjóða. Fyrir utan orkuna og gæðin í okkar mögnuðu íþrótt þá starfar fjöldinn allur af sjálfboðaliðum í hreyfingunni. Sjálfboðaliði er sá aðili sem vinnur launalaust, að eigin frumkvæði og öðrum til hagnaðar, fimleikahreyfingin er rík af fólki sem hafa unnið óeigngjarnt starf í áraraðir í þágu fimleika á Íslandi. 

 

Við erum öll FSÍ

l

Svörun

Við svörum fyrirspurnum og spurningum uppbyggilega.

w

Góð samskipti

Við höldum samskiptum góðum, hreinskiptum og efnislegum.

Háttvísi

Við umgöngumst hvort annað af kurteisi, sanngirni og virðingu.