Select Page

Keppni í áhaldafimleikum kvenna

Frjálsar æfingar

Hæsta getustig í áhaldafimleikum eru Frjálsar æfingar, þar er keppt eftir reglum alþjóða fimleikasambandsins (code of points). Keppt er í kvennaflokki (16 ára og eldri), unglingaflokki (13-15 ára) og stúlknaflokki (12 ára og yngri).

Mót: Haustmót, Bikarmót (liðakeppni), Íslandsmót (fjölþraut og einstök áhöld) GK-meistaramót

Hér má sjá keppnisreglur

 

 

 

1. Þrep

Efsta og erfiðasta þrep Fimleikastigans er 1. þrep sem eru frjálsar æfingar sem styðjast við reglur FIG en sérkröfur eru léttari. Í þessum þrepum er keppt í einstaklingskeppni í fjölþraut og á einstökum áhöldum, í liðakeppni á Bikarmóti og þeir einstaklingar sem keppa í fjölþraut á keppnistímabilinu vinna sér inn rétt til keppni á Íslandsmóti. Engin útskriftarstig eru í 1.þrepi heldur er það mat þjálfara hvenær og hvort iðkandi hefur keppni í frjálsum æfingum. Hægt er að vera keppandi í frjálsum æfingum samhliða, þó ekki í fjölþraut.

Mót: Haustmót, Þrepamót, Bikarmót (liðakeppni), Íslandsmót (fjölþraut og einstök áhöld) og GK-meistaramót

 Hér má sjá keppnisreglur

2.-3. Þrep

2., og 3. þrep eru skylduæfingar að hluta með frjálsu æfingavali á hverju áhaldi sem hafa ákveðin erfiðleikagildi. Iðkendur teljast nú hafa náð góðum tökum á grunnæfingum og öðlast töluverða keppnisreynslu. Í þessum þrepum er keppt í einstaklingskeppni í fjölþraut og á einstökum áhöldum, í liðakeppni á Bikarmóti og þeir einstaklingar sem ná tilskildum stigafjölda vinna sér inn þátttökurétt á Íslandsmóti og teljast með því útskrifaðir úr þrepi og hefja keppni í næsta þrepi á næsta keppnistímabili.

Mót: Haustmót, Þrepamót, Bikarmót (liðakeppni), Íslandsmót (fjölþraut og einstök áhöld) og GK-meistaramót (keppnisrétt hljóta þær stúlkur sem ná 2.þrepi).

Hér má sjá keppnisreglur

4.-5. Þrep

4., og 5. þrep eru skylduæfingar að hluta með frjálsu æfingavali á hverju áhaldi sem hafa ákveðin erfiðleikagildi. Í þessu þrepi er keppt í einstaklingskeppi og eingöngu í fjölþraut. Þegar iðkandi hefur náð tilskildum stigafjölda er hann verðlaunaður og flyst upp í næsta þrep.

Mót: Þrepamót 1 (sem fram fer á haustönn) Þrepamót 2 og Þrepamót 3 ( sem fram fara á vorönn)

Hér má sjá keppnisreglur

6.-8 Þrep

  1. -7.–8. þrep eru skylduæfingar ætlaðar til notkunar í stöðumati félaga, á boðs og innanfélagsmótum iðkenda sem eru að taka sín fyrstu skref í greininni.

Mót: Ekki er keppt á mótum FSÍ í þessum þrepum.

Hér má sjá keppnisreglur

Keppni yngstu stúlkur

Um þrepin

Keppendur eru að meðaltali eina til fjórar annir í hverju keppnisþrepi að undanskildu 1.þrepi þar velja keppendur í samráði við þjálfara sína hvort og hvenær þeir útskrifast.

Keppendur í 1. þrepi mega keppa í frjálsum æfingum samhliða. Keppi þær í fjölþraut í frjálsum æfingum teljast þær útskrifaðar úr 1. þrepi.

Keppandi fær þrep viðurkennt þegar ákveðnum stigafjölda í fjölþraut er náð. Með því að fá þrep viðurkennt hefur keppandi formlega lokið þrepinu. Ber honum þá að færast upp um þrep á næsta móti (4.-5.þrep) eða næsta keppnistímabili (1.-3.þrep).  Keppanda er leyfilegt að færa sig upp um þrep á keppnistímabili án þess að hafa náð þeim stigum sem þarf til að klára þrep. Ekki er hægt að færast niður um þrep þegar keppandi hefur einu sinni fært sig upp um þrep og keppt í því á móti á vegum FSÍ.