Select Page

Hópfimleikar

Kynning 

Gólfæfingar

Allir liðsmenn verða að taka þátt í gólfæfingum. Gólfæfingin má vera 2:15 – 2:45 sek löng og framkvæmir liðið æfingar sínar við tónlist. Gólfæfingar þurfa að innihalda níu erfiðleikaæfingar; fjögur jafnvægi, þar sem eitt af þeim verður að vera handstaða sem haldið er í amk. tvær sekúndur, þrjú hopp og tvö heljarstökk. Ef að fleiri en tveimur aðilum mistekst, fær liðið æfinguna ógilda. Ef einum til tveimur mistekst fær liðið helminginn af gildi æfingarinnar. Sérkröfur í gólfæfingum eru liðleiki, hópæfing, hópfærsla á liðsmönnum yfir allt gólfið og að erfiðleikaæfingarnar séu dreifðar jafnt yfir alla æfinguna.

Dýnustökk

Keppendur framkvæma að minnsta kosti þrjár samtengdar æfingar inni á stökkbrautinni. Keppendur verða að lenda síðasta stökkið í lendingardýnunni. Ein umferð verður að vera framkvæmd fram á við, ein umferð verður að vera framkvæmd aftur á bak og ein umferð getur verið fram, aftur eða blönduð.

Trampólín

Á trampólíni þarf ein umferð að vera yfir hest, ein umferð án hests og ein umferð má vera annað hvort yfir hest eða án. Krafa er um að keppendur framkvæmi tvöfalt heljarstökk og að auki er gerð snúningskrafa um að tvöfalt heljarstökk sè með að minnsta kosti hálfum snúningi eða að einfalt heljarstökk sé með einum og hálfum snúningi.