Select Page

Áhaldafimleikar karla

Kynning

Gólfæfingar

Fimleikamaðurinn hefur 70 sekúndur til að framkvæma gólfæfingar sínar. Krafa er um æfingar án heljarstökka, heljarstökk áfram, heljarstökk afturábak og loka æfingin á að vera heljarstökk með hátt erfiðleikagildi. Keppendur þurfa að nýta allan gólfflötinn með því að færast í öll horn gólfflatarins. Í fullorðins flokki þarf að sýna að minnsta kosti eitt tvöfallt heljarstökk í æfingunni sinni.

Valli

Bogahestur

Bogahesturinn er talinn vera erfiðasta áhaldið í áhaldafimleikum karla. Fimleikamaðurinn má hvergi stoppa og sýnir oftast hringsveflur þar sem hann getur fært sig fram og til baka. Krafa er um að fimleikamaðurinn framkvæmi klipp þar sem hann sveiflar fótum og krossar fætur yfir hestinn, hringsveiflur, færslur yfir hestinn og aftstökk. Algengasta afstökkið er úr handstöðu.

Hringir

Áhaldið reynir mest allra áhaldanna á styrk. Krafa er um að fimleikamaðurinn framkvæmi sveifluæfingar, styrkæfingar, sveiflur í styrkæfingar og afstökk. Æfingarnar þurfa að vera blanda af styrkæfingum og sveifluæfingum, en ekki má gera fleiri en þrjár styrktaræfingar í röð án þess að gera sveifluæfingu á milli.

Stökk

Keppandi fer með báðar hendur í hestinn og fer í 1-2 heljarstökk með snúningum af hestinum og lendir á fótunum. Hér er ekki heil æfingasería sem myndar einkunn keppandans, heldur eru það einungins eitt til tvö stökk og því mikið undir í þeim stökkum. Ef um tvö stökk er að ræða þá þurfa þau að vera úr sitthvorum stökkflokknum og er það meðaltal af einkunnum beggja stökka sem gildir.

Tvíslá

Tvísláin státar af flestum skráðum æfingum af öllum karlaáhöldunum. Krafa er um að fimleikamaðurinn sýni æfingar í stuðning með hendurnar ofan á tvíslánni, úr upphandleggsstöðu á tvíslánni, í höngu undir tvíslánni og afstökk. Serírunar einkennast oft af æfingum þar sem fimleikamaðurinn færist frá öðrum endanum yfir á hinn eða fer undir tvíslána og aftur upp.

Svifrá

Svifrá er síðasta áhaldið í Ólympískri keppnisröð og oft síðasta áhaldið á fimleikamótum. Stundum er talað um svifrána sem sirkus áhaldið. Fimleikamaðurinn sveiflar sér í kringum rána og fær sérstakan bónus fyrir að tengja saman erfiðar æfingar við flugæfingar. Krafa er um að sýndar séu æfingar í beinni líkamsstöðu frá ránni, flug frá ránni þar sem er gripið í hana aftur, æfingar nálægt ránni og afstökk af ránni.