Select Page

Landslið kvenna í hópfimleikum

Your Title Goes Here

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Úrvalshópar og landslið fyrir Evrópumót 2024

Landslið kvenna

Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö lið í fullorðins flokki, kvennalið og annað hvort karlalið eða blandað lið, en ákvörðun um það verður tekin síðar í ferlinu. 

Dagskrá úrvalshópa fullorðinna 2023

Maí: 

Æfingar með Oliver Bay

Gestakennarinn Oliver Bay verður með æfingar fyrir úrvalshópa. Oliver er landsliðsþjálfari power tumbling í Danmörku. Oliver vinnur í Vejstrup efterskole þar sem hann þjálfar einnig hópfimleika. Oliver er menntaður styrktarþjálfari og er með sitt eigið fyrirtæki, en nánari upplýsingar um hann er að finna hér: Oliver Bay

Tímasetning: 17. maí – 20. maí (mið – lau).

Innihald æfinga: Aftur á bak stökk á dýnu, styrktaræfingar og fleira í tengslum við aftur á bak dýnustökk.

Dagskrá:

Ath. iðkendur eru beðnir um að mæta 30 mínútum áður en æfingarnar hefjast:  

 • Hópur 1 mætir á eftirfarandi æfingar:
  • 17. maí (mið), kl. 19:00-21:00 í Stjörnunni. 
  • 19. maí (fös), kl. 18:00-20:00 í Gerplu Vatnsenda. 
 • Hópur 2 mætir á eftirfarandi æfingar:
  • 18. maí (fim), kl. 17:30-19:30 í Fjölni. 
  • 20. maí (lau), kl. 15:30-17:30 í fimleikahúsinu á Akranesi.

Endurmenntun FSÍ: Æfingarnar verða líka hluti af endurmenntun á vegum FSÍ og verða því fleiri þjálfarar sem mæta á æfingarnar til að fylgjast með. Auk þess verða námskeið í hádeginu og í bland við æfingar á kvöldin alla dagana. Öllum iðkendum er boðið að sitja fyrirlestrana og eru þeir hvattir til þess. Skráning verður send út samhliða nánari dagskrá.

Lágmarkskröfur fyrir iðkendur: 

Iðkendur þurfa að uppfylla lágmarkskröfur til að geta orðið hluti af úrvalshópi. Tilnefna þarf iðkendur sem uppfylla lágmarkskröfur og landsliðsþjálfarar velja svo úrvalshóp sem tilkynntur verður á heimasíðu sambandsins.

Myndbönd af mómentamarkmiðum og tillögum að undirbúningsæfingum: 

Linkur. 

Skráning/tilnefning á æfinguna: 

 1. Iðkendur/þjálfarar þurfa að senda myndbönd og tilnefna iðkendur á æfingarnar hér. Skráning er þó einungis tilnefning. Yfirþjálfarar landsliða velja iðkendur úr tilnefningunum og mynda úr þeim úrvalshóp. Úrvalshópur verður tilkynntur á heimasíðu sambandsins og upplýsingar einnig sendar á félögin. Úrvalshóp er boðið að mæta á æfingarnar með Oliver.
 2. Taka þarf upp öll móment sem koma fram í lágmarkskröfum og senda í einu myndbandi á hrefnahakonar@gmail.com. Skýra á myndbandið með fullu nafni iðkanda og félagi.
  • Sjá dæmi: Íris Mist Magnúsdóttir_Fimleikasambandið.
 3. Senda þarf inn myndbönd og tilnefna iðkendur á æfinguna, fyrir 23. apríl (sun).
 4. Tilkynning um hverjir eru í úrvalshóp og þ.a.l. boðnir á æfingarnar, kemur á heimasíðu sambandsins og verður send á félögin 2. maí.

Ekki þarf að senda myndbönd af stökkum heldur einungis gólfmómentunum. Ath. við biðjum þjálfara og iðkendur þó vinsamlega að virða stökklágmörkin. GETA ÞARF ÆFINGARNAR ÁN MÓTTÖKU Í KEPPNISHÆÐ og það þarf að geta þær með stöðugum hætti núna, ekki er nóg að hafa getað þær áður. Það er mikilvægt að virða lágmörkin, þar sem það er ósanngjarnt fyrir iðkendur að sumir geri það og aðrir ekki.

Maí: 

Kvennalið – Gólfæfingar 

Verið er að semja nýjar gólfæfingar fyrir kvennalið. Stefnt er að því að klára gólfæfingarnar á þessu ári og senda út handrit af þeim fyrir úrvalshóp. Við munum leita til kvennalandsliðsins frá árinu 2022 með það verkefni. Skráning á æfinguna verður send út beint eftir Íslandsmót. Ef iðkendafjöldi verður ekki nægur verður haft samband við iðkendur til þess að fylla upp í hópinn.

Tímasetning og lengd æfinga: 

22., 23. og 25. maí. – mán, þrið. og fim, kl. 19:00-21:00 í Gerplu – Vatnsenda.

Ágúst: 

Æfingar með Jacob Melin

Gestakennarinn Jacob Melin verður með æfingar fyrir úrvalshópa. Jacob er landsliðsþjálfari karla í hópfimleikum í Svíþjóð. Jacob er kennari að mennt og starfar hjá GIH (The Swedish school of sport and health sciences). Þar er hann í mastersnámi sem hann er að útskrifast úr í vor. Jakob starfar einnig sem þjálfari karlaliðs Bromma og heldur námskeið fyrir Fimleikasamband Svíþjóðar í dýnu- og trampólínstökkum.

Tímasetning: 24. ágúst – 27. ágúst (fim-sun).

Innihald námskeiðs: Trampólín og hestur, styrktaræfingar og fleira í tengslum við trampólín og hest.

Dagskrá: Nánari dagskrá kemur síðar, en tvær æfingar verða fyrir úrvalshópa kvenna og karla.

Endurmenntun FSÍ: Æfingarnar eru líka hluti af endurmenntun á vegum FSÍ og verða því fleiri þjálfarar sem mæta á æfingarnar til að fylgjast með. Auk þess verða námskeið í hádeginu og námskeið í bland við æfingar á kvöldin frá kl. 18:00 alla dagana. Öllum iðkendum er boðið að sitja fyrirlestrana og eru þeir hvattir til þess. Skráning verður send út samhliða nánari dagskrá.

Lágmarkskröfur fyrir iðkendur: 

Iðkendur þurfa að uppfylla lágmarkskröfur til að mega koma á æfinguna. Lágmarkskröfur verða sendar út í lok maí.

 

Nóvember: 

Gólfæfingar kvenna kláraðar.

Tímasetning og lengd æfinga: 

21. – 23. nóv – þrið og fim.

Æfingar eru 2 klst.

Iðkendum sem boðnir eru fá boð í júní. Skráning send út í ágúst.

 

Æfingar fyrir landsliðshópa 2024

Landsliðshópar æfa saman frá tímabilinu júní – september, þegar landsliðin verða tilkynnt. Landsliðshópar verða endurskoðaðir í gegnum ferlið, eða þar til landslið verða tilkynnt.

 

Yfirþjálfarar

Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.

 

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar

Landsliðsþjálfarar

Björn Björnsson

Yfirþjálfari
Stökkáhöld

Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir

Yfirþjálfari
Gólfæfingar

Fyrirkomulag kvennaliða á Evrópumótum

Lokahópur samanstendur af tíu keppendum og tveimur varamönnum. Keppt er í undanúrslitum þar sem liðin freista þess að komast á lokamót. Einungis sex lið ná því og keppa um Evrópumeistaratitilinn.

Úrslit Íslands á Evrópumótum í kvennaflokki

Fyrsta Evrópumótið fór fram árið 1996. Mótið var félagsliðamót til ársins 2010 og mátti hvert land þá senda tvö lið til keppni. 

1996 – Jyväskylä, Finnland – 5. sæti (Gerpla)

1998 – Odense, Danmörku – 7. sæti (Stjarnan)

2000 – Birmingham, Bretlandi – 15. sæti (Gerpla), 4. sæti (Stjarnan)

2002 – Champagne, Frakklandi – 11. sæti (Stjarnan), 7. sæti (Björk)

2004 – Dornbin, Austurríki – 4. sæti (Stjarnan)

2006 – Ostrava, Tjékklandi – 8. sæti (Grótta), 2. sæti (Gerpla)

2008 – Ghent, Belgía – 8. sæti (Selfoss), 2. sæti (Gerpla)

2010 – Malmö, Svíþjóð – 7. sæti (Selfoss), 1. sæti (Gerpla)

2012 – Århus, Danmörk – 1. sæti

2014 – Reykjavík, Ísland – 2. sæti

2016 – Maribor, Slóvenía – 2. sæti

2018 – Odivelas, Portúgal – 2. sæti

2021 – Porto, Portúgal – 1. sæti

2022 – Luxembort – 2. sæti

Um næsta Evrópumót

Staðsetning

Baku, Azerbaijan

Dagsetning

16.-19. október 2024

Aldur

Unglingaflokkur 14-17 ára (fædd 2010-2007)
Fullorðinsflokkur 16 ára og eldri

Frekari upplýsingar

Koma síðar