Select Page

Dómaraflokkar kvenna

Uppbygging dómaramenntunar í áhaldafimleikum kvenna

E 3 dómari

16 ára eða eldri. Getur hafið dómgæslu á FSÍ mótum í efri þrepum og í frjálsum æfingum að hausti 16 ára aldursárs.

Kröfur

  • Sitja dómaranámskeið
  • Lágmarksárangur á prófi, verklegt (60%) og bóklegt (50%)
  • Kynna sér Fimleikastigann

Réttindi

  • FSÍ mót í frjálsum æfingum sem E dómari
  • FSÍ mót í Fimleikastiganum sem E dómari, ef í dómaranefnd á áhaldi eru a.m.k. 3 dómarar, eingöngu einn E3 dómari er leyfilegur í dómaranefnd á áhaldi
  • Millifélaga- og innanfélagsmót

E 2 dómari

16 ára eða eldri. Getur hafið dómgæslu á FSÍ mótum í efri þrepum og í frjálsum æfingum að hausti 16 ára aldursárs.

Kröfur

  • Sitja dómaranámskeið
  • Lágmarksárangur á prófi, verklegt (65%) og bóklegt (65%)
  • Kynna sér Fimleikastigann

Réttindi

  • FSÍ mót í frjálsum æfingum sem E dómari
  • FSÍ mót í Fimleikastiganum sem E dómari
  • Millifélaga- og innanfélagsmót 

E 1 dómari

18 ára eða eldri

Kröfur

  • Sitja dómaranámskeið
  • Lágmarksárangur á prófi, verklegt  (65%) og bóklegt (65%)
  • Kynna sér Fimleikastigann
  • Verið með dómararéttindi áður

Réttindi

  • FSÍ mót í frjálsum æfingum sem E dómari
  • FSÍ mót í Fimleikastiganum sem E dómari
  • Millifélaga- og innanfélagsmót
  • Reynslu miklir dómarar geta tekið að sér D dómarahlutverk í neðstu þrepum Fimleikastigans

D 2 dómari

20 ára eða eldri

Kröfur

  • Sitja dómaranámskeið
  • Lágmarksárangur á próf (65%)
  • Kynna sér Fimleikastigann
  • Verið E1 dómari amk 2 ár

Réttindi

  • FSÍ mót í frjálsum æfingum sem E og D2 dómari
  • FSÍ mót í Fimleikastiganum sem E eða D dómari
  • Millifélaga- og innanfélagsmót

D 1 dómari

20 ára eða eldri

Kröfur

  • Sitja dómaranámskeið
  • Látmarsárangur á prófi (65%)
  • Kynna sér Fimleikastigann
  • Verið E1 dómari amk 2 ár

Réttindi

  • FSÍ mót í frjálsum æfingum sem D eða E dómari
  • FSÍ mót í Fimleikastiganum sem D eða E dómari
  • Millifélaga- og innanfélagsmót

Alþjóðlegur dómari

22 ára eða eldri

Kröfur

  • Sitja alþjóðlegt dómaranámskeið viðurkennt að FIG og ná prófi samkvæmt útgefnum kröfum FIG í bóklegum og verklegum hluta
  • Verið virkur D1 dómari í minnst 2 ár
  • Dæmt minnst 4 mót á ári sem D dómari

Réttindi

  • FSÍ mót í frjálsum æfingum sem E dómari eða D dómari og yfirdómari
  • Alþjóðlegt mót