Select Page

Parkour viðburðir

– Parkour djömm

Stórar sem litlar samkomur í parkour heiminum ganga undir samheitinu djamm (e . Jam). Þar hittast iðkendur, oftar en ekki í stórum hópum og æfa saman á tilteknu svæði. Samkomurnar eru skipulagðar af parkour liðum eða fimleikafélögum sem halda úti parkour deildum. Kvikmyndahefð er stór hluti af þessum samkomum og gefin eru út myndbönd með hápunktum sem deilt er á samfélagsmiðlum. Mikil stemming skapast á samkomu þar sem iðkendur sýna öðrum iðkenndum nýjar og frumlegar gerðir af áskorunum til þess að prófa.

Fullorðins samkomur

Fullorðins samkomur eru fyrir 16 ára og eldri. Þar leika iðkendur listir sínar með frjálsu ívafi, koma með hugmyndir af áskorunum fyrir hvort annað að yfirstíga áskoranir bæði innan og utanhúss.

Parkour djamm fullorðins
Parkour djamm 11 - 15 ára

Unglingar 11 – 15 ára

Samkomur eru settar upp með samsetningu af kennslu og frjálsum tíma þar sem iðkendur fá kost á því að þróa eigin hreyfingar og stíl í öruggu en krefjandi umhverfi undir leiðsögn menntaðra þjálfara.

Börn 6 – 10 ára

Hér fá iðkendur tækifæri að stíga sín fyrstu skref í parkour í öruggu umhverfi. Samkomurnar er settar saman með samsetningu af kennslu og frjálsum tíma þar sem foreldrar geta fylgst með og tekið þátt með barninu í samstarfi við þjálfara.

Parkour 6-10 ára