Select Page

Úrvalshópur stúlkna

Inntökuskilyrði og val í landslið

Tvisvar á ári eru frambærilegar fimleikastúlkur sem keppa í frjálsum æfingum boðaðar til úrtökuæfingar vegna úrvalshóps unglinga. Skilyrði fyrir inngöngu í hópinn er að vera 13-15 ára á árinu, íslenskur ríkisborgari og uppfylla þær hæfniskröfur sem landsliðsþjálfari gerir hverju sinni. Stúlkur sem taka sæti í úrvalshópi skuldbinda sig til að fylgja reglum sambandsins. Stúlkur í landslið eru valdar úr úrvalshópi fyrir hvert landsliðsverkefni

Úrvalshópur stúlkna

Landsliðsþjálfari

Þorbjörg Gísladóttir

Þorbjörg Gísladóttir

Hefur lokið kennaramenntun frá HÍ. Hún hefur lokið öllum þjálfaranámskeiðum á vegum Fimleikasambands Íslands auk þessa að klára alla menntun í áhaldafimleikum kvenna hjá sænska fimleikasambandinu. Þorbjörg hefur átt sæti í tækninefnd í áhaldafimleikum með hléum frá árinu 1997. Hún er alþjóðlegur dómari og hefur sinnt dómgæslu fyrir Íslands hönd síðan 2009.

Þorbjörg tók við úrvalshópi unglinga haustið 2017, fram að því sinnti hún þjálfun á ýmsum getustigum hjá fimleikadeild Ármanns og fimleikadeild Fylkis með góðum árangri.

Í úrvalshóp eru

Vegna Covid-19 hefur ekki verið valið í úrvalshóp 2021 heldur eru keppendur valdir í hvert verkefni fyrir sig.

Áfram Ísland
#fyririsland
#fimleikarfyriralla
#islenskirfimleikar