Select Page

Fimleikar fyrir alla

– Fimleikar eru fyrir alla

Fimleikar fyrir alla, er fyrir alla aldurshópa og þá sem vilja æfa fimleika án þess að þurfa að keppa – æfa til að hafa gaman af og stunda líkamsrækt í leiðinni. Slíkir hópar á Íslandi eru m.a. parkour hópar, fimleikar fyrir fatlaða, krílafimleikar og fimleikar fyrir eldri borgara. Segja má að þessi íþrótt sé að hluta til sýningaíþrótt og sækja margir af þessum hópum á erlendar fimleikahátíðir líkt og Eurogym, Gymnaestrada og Golden Age. 

Sýningar-fimleikar 

Sýningarfimleikar er grein innan Fimleika fyrir alla og má rekja upphaf greinarinnar til árdaga fimleika á Íslandi. Eins og heitið gefur til kynna snýst greinin um að æfa upp sýningaratriði og sýna það á hinum ýmsu viðburðum. Í dag eru fimleikasýningar settar upp innan félaganna yfirleitt á vorin eða í desember. Einnig eru sýningaratriði oft á hverfahátíðum eða á öðrum hátíðum. Vinsæl verkefni á erlendri grundu fyrir sýningarfimleika eru: Eurogym, Gymnaestrada og Golden Age. Frekari upplýsingar um sýningarhátíðirnar má sjá hér.

Sýningarhópar
FimleikarFatlaða

Fimleikar fyrir fatlaða

Það sem lýsir Fimleikum fyrir fatlaða best er – hamingja – dugnaður – og endalaus gleði. Á Íslandi er í boði áhaldafimleikar hjá Gerplu fyrir þennan hóp. Á döfinni er að setja á laggirnar æfingar í stökkfimi. Það er því ljóst að mikil gróska er í fimleikum fyrir fatlaða hér á landi. Fyrir nánari upplýsingar og þau félög sem bjóða upp á Fimleika fyrir fatlaða má sjá hér.

Parkour

Parkour gengur meðal annars út á að sjá umhverfið sitt í nýju ljósi og aðlaga æfingarnar sem gerðar eru að því. Parkour er grein innan Fimleika fyrir alla og snýst um góðan lífsstíl og mikla hreyfingu. Í parkour er markmiðið að komast bestu leiðina frá einum stað til annars og á sem skilvirkasta og hraðastan hátt. Parkour inniheldur hlaup, klifur, sveiflur, hopp, veltur, skrið og fleiri æfingar sem hentar hverjum aðstæðum sem best. Parkour er hægt að stunda hvar sem er og má oft sjá parkour fólk sýna listir sínar í bænum á sumrin.

Parkour
Krílafimleikar

Krílafimleikar

Fimleikar eru mjög oft fyrsti viðkomustaður barna í íþróttum. Í krílafimleikum fá börn dýrmæta þjálfun sem eflir hreyfiþroska þeirra og líkamsvitund. Góð fimleikaþjálfun fyrstu árin leggur grunninn að framtíðar fimleikaþjálfun.

Eldri borgarar

Mikil hefð er fyrir fimleikum eldri borgara á Íslandi. Fimleikahópar eldri borgara hafa sett saman glæsileg fimleikaatriði og tekið þátt í fimleikahátíðum á erlendri grundu eins og Golden Age. Dæmi eru um að fimleikamenn á Íslandi í flokki eldri borgara fara enn í flikk og kraftstökk í hverri viku. Frekari upplýsingar um Golden Age má sjá hér.

Eldriborgarar
FFA

Fullorðins fimleikar

Mörg félög bjóða upp á fimleika fyrir fullorðna. Æfingarnar henta öllum, óháð bakgrunni í íþróttum og eru byggðar upp af styrktaræfingum og grunnæfingum í fimleikum. Fullorðinsfimleikar eru fjölbreytt alhliða hreyfing þar sem reynir á styrk, þol og þor í skemmtilegum hópi. Fyrst og fremst er þetta alhliða, skemmtileg og öðruvísi hreyfing.

Nánari upplýsingar um hvar hægt er að æfa fullorðinsfimleika er hægt að finna hér.