Select Page

Fræðsludagur

Á haustin koma allir fimleikaþjálfarar saman á fræðsludegi Fimleikasambandsins. Tekin eru fyrir hin ýmsu málefni sem snerta starf þjálfarans og íþróttahreyfingarinnar.

2021

Fræðsludagur fer fram laugardaginn 18. september í veislusal Þróttar í Laugardalnum. Þrír fyrirlestrar eru á dagskrá og hefst fyrsti fyrirlestur kl.14:00. Allir fyrirlestrarnir verða teknir upp bæði á íslensku þann 18. september en einnig á ensku í stúdíói og sendir út á sambærilegan hátt og gert var í fyrra. Þannig náum við til allra þjálfara, en eins og áður er mæting eða áhorf á fræðsludaginn forsenda þjálfaraleyfis fyrir veturinn.
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Dagskránna má finna hér.

Fyrirlesarar verða

Liðsheild – Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri KVAN

Innri áhugahvöt – Helgi Valur Pálsson, íþróttasálfræðiráðgjafi

Snemmtæk afreksvæðing – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði

2020

Fræðsludagurinn var með öðru sniði í ár.

Fyrirlestrarnir verða teknir upp og sendir til allra skráðra þjálfara nokkrum dögum eftir að skráningu lýkur. Með þessu fyrirkomulagi gefst öllum tækifæri til að horfa á sínum tíma og hraða. Útgáfa með enskri þýðingu mun taka örlítið lengri tíma og berst ykkur um leið og hún er tilbúin.

Fimleikasambandið setur þær kröfur að þeir þjálfarar sem ætla sér að fara með iðkendur á mót í vetur horfi á fyrirlestrana.

Í lok fyrirlestranna þarf að svara nokkrum spurningum sem staðfestir áhorf hvers og eins.

Skráning í þjónustugáttinni verður opin út mánudaginn 5.október.

Um fyrirlestrana:

Trans börn og íþróttir – Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78

Fjallað verður um málefni trans barna. Farið yfir helstu hugtök og tungutak sem trans börn og börn með ódæmigerða kyntjáningu nota um sig til að geta komið fram af virðingu og átt góð samskipti. Kynntar helstu áskoranir sem trans börn standa frammi fyrir í íþróttahreyfingunni og hvernig er hægt að koma til móts við þau. 

Forvarnargildi íþrótta, þáttur þjálfara – Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild í Háskólanum í Reykjavík

Þáttur þjálfarans sem fyrirmynd er oft mun mikilvægari en við gerum okkur grein fyrir. Börn sem æfa 3-4 x í viku verja oft meiri tíma með þjálfaranum og hópnum sínum en foreldrunum þá daga sem æft er. Fjallað verður um íslenska forvarnar módelið þegar kemur að frávikshegðun og mikivægi íþrótta í því samhengi. 

Fimleikaþjálfarinn, samskipti og siðferði – Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og Bs í sálfræði

Fjallað verður um hlutverk þjálfarans, hvað einkennir góðan þjálfara, gamlar mýtur í fimleikaþjálfun og góð og slæm samskipti í fimleikasal. Einnig verður farið yfir yfir siðareglur sambandsins og hvað er viðeigandi í samskiptum við iðkendur. Fyrirlesturinn verður gagnvirkur og verður forritið Menti notað fyrir umræður um hvert málefni.

2019

Fræðsludagurinn fór fram 31. ágúst í Kórnum í Kópavogi og var túlkaður á ensku.

Fyrirlesarar voru

Jákvæð samskipti við börn – Vanda Sigurgeirsdóttir

Höfuðhögg – Lára Ósk Eggertsdóttir Classsen, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Björnsdóttir

Svefn – Vaka Rögnvaldsdóttir

2018

Fræðsludagurinn fór fram 25. ágúst í Fagralundi í Kópavogi og var túlkaður á ensku.

Fyrirlesarar voru

Fimleikar fyrir alla – Jeff Thomson

ADHD og kvíði – Hrund Þrándardóttir

Einelti – Vanda Sigurgeirsdóttir

2017

Fyrsti Fræðsludagur Fimleikasambandsins fór fram 26. ágúst í Fagralundi í Kópavogi. Fyrirlestrarnir voru túlkaðir á ensku, ungversku og rússnesku.

Fyrirlesarar voru

Æskulýðsvettvangurinn, Verndum þau – Þorbjörg Sveinsdóttir

Erindi frá Heilbrigðisnefnd – Guðjón Einar Guðmundsson og Þórdís Ólafsdóttir

Uppbygging íþróttahreyfingarinnar – Auður Inga Þorsteinsdóttir

Uppbygging skólakerfisins – Sólveig Jónsdóttir

Erindi frá Aga og siðanefnd – Lína Ágústsdóttir