Síðustu þrjár helgar hafa vægast sagt verið annasamar í Fimleikaheiminum. Fyrir þrem vikum síðan fór fram Íslandsmót í þrepum, GK meistaramót í áhaldafimleikum, Bikarmót í hópfimleikum og Íslandsmót í stökkfimi. Fyrir tveim vikum fór fram Þrepamót 3, Íslandsleikar Special Olympics og Vormót B og C deilda. Nú um helgina fór fram Íslandsmót í hópfimleikum. Uppskeran var mikil, nokkrir nýjir Íslandsmeistarar og margir sem náðu þrepum. Við viljum óska öllum nýkrýndum Íslandsmeisturum til hamingju með titlana sína og einnig þökkum félögunum fyrir gott samstarf í mótahaldi annarinnar.
Íslandsmót í þrepum
Íslandsmót í þrepum fór fram í Ármanni dagana 22. – 23. maí og var þar hörð keppni í 1. – 3. þrepi. Myndir af mótinu má sjá hér, en von er á fleiri myndum. Úrslitin voru eftirfarandi:
Íslandsmeistarar í 1. þrepi
Íslandsmeistari kvenna – Margrét Júlía Jóhannsdóttir, Keflavík, með 53.497 stig
Íslandsmeistari karla – Lúkas Ari Ragnarsdóttir Ragnarsson, Björk, með 68.398 stig
Íslandsmeistarar í 2. þrepi
Íslandsmeistari kvenna – Auður Anna Þorbjarnardóttir, Grótta, með 57.049 stig
Íslandsmeistari karla – Kári Pálmason, Gerpla, með 78.165 stig
Íslandsmeistarar í 3. þrepi
Íslandsmeistari kvenna – Kolbrún Eva Hólmarsdóttir, Keflavík, með 59.599 stig
Íslandsmeistari karla – Atli Elvarsson, Gerpla, með 82.231 stig
GK meistaramót í áhaldafimleikum
GK meistaramótið fór fram samhliða Íslandsmóti í þrepum í Ármanni 23. maí. Keppt var í frjálsum æfingum, myndir af mótinu má finna hér. Stigahæst voru eftirfarandi keppendur:
Karlaflokkur – Dagur Kári Ólafsson, Gerpla, með 74.950 stig
Kvennaflokkur – Hildur Maja Guðmundsdóttir, Gerpla, með 47.633 stig
Unglingaflokkur karla – Sigurður Ari Stefánsson, Fjölnir, með 64.150 stig
Unglingaflokkur kvenna – Freyja Hennsdóttir, Grótta, með 43.965 stig
Drengjaflokkur – Elio Mar Rebora, Fjölnir, með 44.750 stig
Stúlknaflokkur – Kristjana Ósk Ólafsdóttir, Gerpla, með 41.199 stig
Íslandsmót í stökkfimi
Íslandsmót í stökkfimi fór fram í Stjörnunni dagana 22. – 23. maí, myndir af mótinu má finna hér. Keppt var eftir stökkfimireglum í öllum flokkum, úrslitin voru eftirfarandi í A flokkum:
Meistaraflokkur A – Fjölnir með 43.975 stig
1. flokkur A – Fjölnir með 36.400 stig
1. flokkur MIX A – Fimleikadeild Þórs með 22.050 stig.
KK eldri A – Gerpla með 29.150 stig
3. flokkur A – Gerpla með 29.150 stig
4. flokkur A – Gerpla Gulur með 31.550 stig
5. flokkur A – ÍR með 33.350 stig
Bikarmót í hópfimleikum
Bikarmót í hópfimleikum var haldið samhliða Íslandsmótinu í stökkfimi dagana 21. – 23. maí. Keppt var í efri flokkum og má sjá frétt um Bikarmeistara í meistaflokk hér. Myndir af mótinu má finna hér. Aðrir Bikarmeistarar voru eftirfarandi:
1. flokkur kvenna – Selfoss, með 50.700 stig
1. flokkur MIX – Selfoss með 40.150 stig
2. flokkur kvenna – Gerpla 1 með 51.330 stig
KK eldri – Gerpla með 37.365 stig
Íslandsleikarar Special Olympics
Íslandsleikar Special Olympics fóru fram í Fjölni, samhliða Þrepamóti 3, dagana 29. – 30. maí. Keppin var hörð í karlaflokki og var stemmningin gríðarleg í áhorfendastúkunni. Myndir af mótinu má finna hér.
Íslandsmeistari Special Olympics í karlaflokki – Magnús Orri Arnarson, Gerpla, með 99.400 stig
Íslandsmeistari Special Olympics í kvennaflokki – Elva Björg Gunnarsdóttir, Gerpla, með 44.000 stig
Íslandsmót í hópfimleikum
Íslandsmót í hópfimleikum fór fram núna um helgina, dagana 4. – 6. júní, í fimleikahúsi ÍA. Hér má lesa greinina um Íslandsmeistara í meistaraflokki og í 1. flokki kvenna og myndir af mótinu má finna hér. Aðrir Íslandmeistarar helgarinnar eru:
KK eldri – Gerpla með 40.230 stig
KK yngri – Fjölnir með 32.730 stig
1. flokkur MIX – Selfoss með 43.400 stig
2. flokkur kvenna – Gerpla 1 með 52.725 stig
3. flokkur kvenna – Stjarnan 1 með 46.100 stig
4. flokkur kvenna – Gerpla 1 með 40.665 stig
5. flokkur kvenna – Selfoss með 29.860 stig
5. flokkur MIX – ÍR með 16.560 stig
Til hamingju með árangurinn! Við hlökkum til að sjá ykkur öll næst á mótum haustannar 2021.