Select Page

22/05/2021

Stjarnan varði Bikarmeistaratitilinn 6. árið í röð

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Stjörnunni í Garðabænum í dag þar sem kvennalið Stjörnunnar varði Bikarmeistaratitilinn 6. árið í röð.

Kvennalið Stjörnunnar sigraði með 57.3 stigum, en liðið fékk einkunnina 22.5 á gólfi, 17.45 á dýnu og 17.35 á trampólíni. Lið Gerplu varð í öðru sæti með 55.7 stig og Stjarnan 2 í þriðja sæti með 53.25 stig.

Valgerður Sigfinnsdóttir úr Gerplu braut blað í sögu fimleika, þegar hún var fyrsta kona til að keppa með þrefallt heljarstökk með hálfri skrúfu á hópfimleikamóti. Stökkið heppnaðist eins vel og til stóð en sjá má myndband af stökkinu hér fyrir neðan. Valgerður framkvæmdi einnig stökk á hesti sem ekki hefur áður sést á Íslandi í kvennaflokki. Stökkið heitir kasamatsu með heilli skrúfu og er framkvæmt yfir stökkhest.

Í karlaflokki mættu tvö lið frá Stjörnunni til keppni og var það lið Stjörnunnar 1 sem sigraði, með 59.0 stig. Á gólfi hlaut liðið 20.2 stig, á dýnu 19.65 stig og á trampólíni 19.15 stig. Stjarnan 2 fékk 42.6 stig.

Í karlaflokki sást einnig stökk sem aldrei hefur sést á Íslandi áður, en það var Eysteinn Máni Oddsson sem keppti með þrefallt heljarstökk með beinum líkama og hálfri skrúfu. Stökkið er eitt það erfiðasta sem við sjáum á heimsvísu, enda getan í karlaflokki á Íslandi orðin á heimsmælikvarða. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Lið Hattar keppti í meistaraflokki B og fékk 42.7 stig.

Við óskum öllum keppendum og þjálfurum til hamingju með árangurinn og daginn.

Fleiri fréttir

Félagaskipti haustið 2022

Félagaskipti haustið 2022

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. 30 keppendur frá 9 félögum sóttu um félagaskipti og fengu félagskipti sín...

Stúlknalið tók bronsið!

Stúlknalið tók bronsið!

Unglingalandslið Íslands stóðu sig með glæsibrag í úrslitunum á EM í hópfimleikum í dag. Stúlknalandslið gerði sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti!...