Select Page

04/06/2021

Lið Stjörnunnar Íslandsmeistarar í hópfimleikum

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Akraness í dag. Lið Stjörnunnar sigraði mótið með yfirburðum bæði í kvenna- og karlaflokki og urðu bæði lið Íslandsmeistarar á öllum áhöldum.

Á mótið mætti allt okkar besta hópfimleikafólk og sýnd voru frábær tilþrif en þar vegur hve hæðst frábær útfærsla Helga Laxdal á dýnu, þegar hann gerði framumferð með tvöföldu heljarstökki og tveimur og hálfri skrúfu og þar með varð hann fyrstur í heiminum til þess að framkvæma og lenda þetta stökk í keppni. Valgerður Sigfinnsdóttir er greinilega í fantaformi og sýndi sitt þrefalda heljarstökk með hálfri skrúfu í annað sinn á tveimur vikum en hún var fyrst kvenna til að framkvæma þetta stökk á Íslandi á Bikarmótinu. Myndbönd af stökkunum má sjá neðst í fréttinni. Mótið var sýnt í beinni útsending á RÚV og var það allt hið glæsilegasta.

Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 59.150 stig. Stjarnan var yfirburða lið í ár og vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. Í öðru sæti var lið Gerplu með 56.800 stig, í því þriðja var lið Stjörnunnar 2 með 48.450 stig.

Í karlaflokki var það lið Stjörnunnar 1 sem varð hlutskarpast með 54.700 stig en liðið sýndi frábærar æfingar og má líkja trampólínæfingum liðsins við flugeldasýningu. Lið Stjörnunnar 1 sigraði einnig Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum líkt og kvennalið Stjörnunnar. Lið Stjörnunnar 2 var í öðru sæti með 44.300 stig.

Einnig var keppt í 1. flokki kvenna. Þar var það lið Gerplu sem stóð uppi sem sigurvegari með 50.350 stig, en liðið vann einnig sigur í gólfæfingum með 20.600 stig og á trampólíni með 14.700 stig. Í öðru sæti var lið Stjörnunnar með 48.700 stig, en lið Stjörnunnar sigraði í æfingum á dýnu með 15.200 stig. Í þriðja sæti voru núverandi Bikarmeistarar Selfoss, en þær fengu alls 45.550 stig.

Nánari úrslit mótsins má sjá hér.

Hér má sjá stökkið hjá Helga Laxdal:

Hér má sjá stökkið hjá Valgerði Sigfinnsdóttur:

Við óskum öllum keppendum og þjálfurum til hamingju með daginn og þökkum ÍA fyrir frábært mótahald.

Fleiri fréttir

Félagaskipti haustið 2022

Félagaskipti haustið 2022

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. 30 keppendur frá 9 félögum sóttu um félagaskipti og fengu félagskipti sín...

Stúlknalið tók bronsið!

Stúlknalið tók bronsið!

Unglingalandslið Íslands stóðu sig með glæsibrag í úrslitunum á EM í hópfimleikum í dag. Stúlknalandslið gerði sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti!...