Select Page

Nú er tæp vika í brottför hjá kvennalandsliði Íslands á EM, karlalandslið Íslands mætir svo til Þýskalands viku seinna. Kvennalandsliðið ásamt þjálfurum, dómurum og öðru fylgdarfólki ferðast til Þýskalands sunnudaginn 7. ágúst en keppnin hefst formlega með podiumæfingu á þriðjudaginn næstkomandi.

Kvennalandslið Íslands

Þær Agnes Suto, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir hafa æft saman undir leiðsögn Ferenc, landsliðsþjálfara, meira og minna frá því að kvennalandsliðið sótti sér brons á norðurlandamótinu snemma í júlímánuði. Fimmtudaginn síðastliðinn fór fram keyrsluæfing hjá konunum og á morgun fer fram seinasta keyrsluæfingin fyrir brottför, en þar verður lokahöndin lögð á undirbúninginn.

Karlalandslið Íslands

Karlalandslið Íslands, þeir Atli Snær Valgeirsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson ferðast svo til Þýskalands viku á eftir kvennaliðinu en keppni þeirra hefst með podiumæfing þriðjudaginn 16. ágúst. Líkt og kvennaliðið þá hafa karlarnir æft saman nánast daglega síðan á Norðurlandamóti. Snemma á morgun fer fram keyrsluæfing hjá körlunu, hafa þeir þá eina viku til þess að leggja lokahönd á undirbúninginn.

Unglingalandslið Íslands

Þau Lúkas Ari Ragnarsson, Sigurður Ari Stefánsson og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir eru öll nýkomin heim frá Slóvakíu þar sem þau tóku þátt á EYOF. EM undirbúningur er í fullum gangi hjá unglingalandsliðunum en taka þau öll þátt í landsliðsæfingum fyrir brottför.

Allar helstu upplýsingar um mótið má finna á EM síðu fimleikasambandsins.

Samantekt um landslið og þjálfarateymi má sjá hér.

RÚV útsendingar

RÚV sýnir beint frá EM í áhaldafimleikum

  • 11. ágúst kl. 13.15 – Undanúrslit í liðakeppni og fjölþrautarúrslit KVK– íslenska kvennaliðið, sub #3
  • 13. ágúst kl. 11.50 – Úrslit í liðakeppni KVK
  • 14. ágúst kl. 12:20 – Úrslit á einstökum áhöldum KVK
  • 18. ágúst kl. 07:45 – Undanúrslit í liðakeppni og fjölþrautarúrslit KK – íslenska karlarliðið, sub #1
  • 20. ágúst kl. 12.35 – Úrslit í liðakeppni KK
  • 21. ágúst kl. 11.35 – Úrslit á einstökum áhöldum KK