Select Page

23/12/2021

Kolbrún Þöll í topp tíu og Kvennalandslið Íslands í topp þrem

Samtök íþróttafréttamanna hafa nú opinberað það hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins fyrir árið 2021 en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins 2021 og þrjú lið sem lið ársins 2021.

29 meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni. Sjá Frétt Vísis.

Kolbrún Þöll Þorradóttir er á listanum en hún var valin Fimleikakona Íslands fyrr í desember mánuði. Kolbrún Þöll lék stórt hlutverk hjá Kvennalandsliði Íslands þegar liðið vann sér inn Evrópumeistaratitilinn. Hér má lesa skemmtilegt viðtal við Kolbrúnu Þöll.

Kvennalið Íslands sem sótti sér Evrópumeistaratitilinn í desember er á lista yfir Lið ársins. Hér má sjá frétt sem birtist á heimasíðu sambandsins, augnabliki eftir liðið landaði stóra titlinum.

Það er okkur mikill heiður að eiga fimleikafólk á listanum og við bíðum spennt eftir því að fylgjast með beinni útsendingu á RÚV, þann 29.desember, þegar kjörið fer fram.

Fimleikasamband Íslands óskar Kolbrúnu Þöll og Kvennalandsliði Íslands innilega til hamingju með árangurinn.

Fleiri fréttir

Félagaskipti haustið 2022

Félagaskipti haustið 2022

Frestur til að sækja um félagaskipti rann út 15. september síðastliðinn. 30 keppendur frá 9 félögum sóttu um félagaskipti og fengu félagskipti sín...

Stúlknalið tók bronsið!

Stúlknalið tók bronsið!

Unglingalandslið Íslands stóðu sig með glæsibrag í úrslitunum á EM í hópfimleikum í dag. Stúlknalandslið gerði sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti!...