Select Page

Ísland varð rétt í þessu Evrópumeistari í hópfimleikum með 57,250 stig. Liðið fékk jafn mörg stig og Svíþjóð en eftir stórfenglega frammistöðu og hæstu einkunn í gólfæfingum og trampólíni þá tekur íslenskaliðið titilinn!

Íslenska kvennaliðið byrjaði á mögnuðu trampólini þar sem þær hækkuðu sig um 1 og hálft stig milli úrslita. Þá næst stigu þær á gólfið og þar sýndu þær hvað í þeim býr sem skilaði þeim 22.300 stig sem er jafnframt besta einkunn mótsins í kvennaflokki.

Þvílíkur dagur fyrir nýkrýndu Evrópumeistarana okkar sem lögðu ALLT í æfingarnar sínar!

Fimleikasamband Íslands óskar keppendum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með titilinn.