Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið fimleikafólk og lið ársins 2024
Fimleikakona ársins er Thelma Aðalsteinsdóttir
Árangur Thelmu á árinu hefur verið stórglæsilegur þar sem hæst ber að nefna Norður Evrópumóts titla á öllum áhöldum auk þess sem Thelma varð í 2.sæti í fjölþraut og kvennaliðið í 3.sæti í liðakeppninni. Thelma er Íslandsmeitari í fjölþraut og á stökki, slá og gólfi, auk þess að vera bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu.
Thelma var fastakona í landsliði Íslands á árinu. Með liðinu varð hún Norðurlandameistari ásamt því að sigra í gólfæfingum.
Á Evrópumótinu framkvæmdi Thelma nýja æfingu á tvíslánni sem er komin í dómarabókina og nefnd Aðalsteinsdóttir eftir henni.
Thelma keppti einni á tveimur heimsbikarmótum þar sem hún komst í úrslit á slá, gólfi og stökki.
Fimleikasamband Íslands óskar Thelmu Aðalsteinsdóttur innilega til hamingju með tilinn Fimleikakona ársins 2024.
Einnig nefndar í starfrófsröð:
- Ásta Kristinsdóttir
- Helena Clausen
- Hildur Maja Guðmundsdóttir
- Laufey Ingadóttir
- Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimleikakarl ársins er Valgarð Reinhardsson
Valgarð er okkar fremsti fjölþrautarkeppandi í áhaldafimleikum, hann er nú áttfaldur Íslandsmeistari auk þess að vera margfaldur bikarmeistari með félagsliði sínu Gerplu.
Valgarð var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu á þeim mótum sem hann keppti. Þar má hels til telja Evrópumót, Norðurlandamót og heimsbikarmót í Cottbus og Cairo. Á Evrópumóti tryggði karlaliðið sér 19.sæti sem er besti árangur sem er besti árangur sem karlalið íslands hefur náð. Á Norðurlandamóti varð einnig tímamótaárangur þegar karlaliðið varð í 3.sæti ásamt því að Valgarð tryggði sér norðulandameistaratitil á gólfi.
Fimleikasamband Íslands óskar Valgarði Reinhardssyni innilega til hamingju með titilinn Fimleikakarl ársins 2024.
Einnig nefndir í stafrófsröð:
- Ágúst Ingi Davíðsson
- Dagur Kári Ólafsson
- Helgi Laxdal Aðalgeirsson
- Jóhann Gunnar Finnsson
- Magnús Indriði Benediktsson
Lið ársins er kvennalandslið Íslands í hópfimleikum
Kvennalandsliðið í hópfimleikum gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistaratitilinn í fjórða sinn. Stelpurnar unnu bæði dýnu og gólfæfingar sem tryggði þeim sigurinn.
Liðið var blanda af reynslumiklum fimleikakonum og ungum og upprennandi stúlkum sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Mikil samheldni var í liðinu og var það áberandi hversu þéttur og hvetjandi hópurinn var.
Fimleikasamband Íslands óskar kvennalandsliðinu til hamingju með titilinn Lið ársins 2024.