Select Page

Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið fimleikafólk og lið ársins 2025

Fimleikakona ársins er Hildur Maja Guðmundsdóttir

Hildur Maja Guðmundsdóttir er ein fremsta fimleikakona landsins og þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún verið lykilkona í A landsliði Íslands síðastliðin ár. Hildur Maja náði bestum fjölþrautarárangri íslenskra kvenna á Evrópumótinu í Leipzig, sem og Heimsmeistaramótinu í Jakarta.

Toppaði hún sig svo á árinu þegar að hún varð fyrst Íslendinga til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum, þegar hún hafnaði í 2. sæti á gólfi í Tashkent, Uzbekistan. Að auki keppti hún til úrslita á tvíslá og hafnaði í 8. sæti.

Hildur Maja varð Bikarmeistari með félagsliði sínu, Gerplu á árinu og varð hún í 2. sæti á slá á Íslandsmótinu.

Fimleikasamband Íslands óskar Hildi Maju Guðmundsdóttur innilega til hamingju með titilinn Fimleikakona ársins 2025.

Einnig nefndar í starfrófsröð:

  • Ásta Kristinsdóttir
  • Helena Clausen
  • Lilja Katrín Gunnarsdóttir
  • Thelma Aðalsteinsdóttir
  • Tinna Sif Teitsdóttir

Fimleikakarl ársins er Dagur Kári Ólafsson

Dagur Kári Ólafsson er ungur og metnaðarfullur landsliðsmaður í áhaldafimleikum sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn fremsti fimleikamaður Íslands. Í ár náði Dagur Kári þeim sögulega árangri í Jakarta, Indónesíu þegar að hann varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til þess að keppa í fjölþrautarúrslitum á Heimsmeistaramóti – og braut þar með blað í íslenskri fimleikasögu.

Dagur Kári var lykilmaður í landsliði Íslands á árinu, þar má helst til telja Heimsbikarmót í Króatíu og Frakklandi, Evrópumót í Þýskalandi og Heimsmeistaramót í Jakarta, Indónesíu. Dagur Kári varð Bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu, sem og Íslandsmeistari á bogahesti og hafnaði hann í þriðja sæti í fjölþraut.

Fimleikasamband Íslands óskar Degi Kára Ólafssyni innilega til hamingju með titilinn Fimleikakarl ársins 2025.

Einnig nefndir í stafrófsröð

  • Atli Snær Valgeirsson
  • Ásmundur Óskar Ásmundsson 
  • Bjartur Blær Hjaltason 
  • Kári Pálmason
  • Markús Pálsson

Lið ársins er kvennalið Stjörnunnar

Kvennalið Stjörnunnar átti einstakt ár og skilaði frábærum árangri. Liðið sigraði bæði bikar- og Íslandsmót með glæsibrag og sýndi samheldni, aga og óbilandi baráttu.  

Á Norðurlandamótinu bætti liðið svo við glæsilegan árangur og hafnaði í öðru sæti. Þar skein styrkur liðsins á gólfi, 
en liðið vann gólfæfingarnar og var stigahæst allra liða á mótinu á því áhaldi.  

Fimleikasamband Íslands kvennaliði Stjörnunnar innilega til hamingju með titilinn Lið ársins 2025.

Einnig nefnd í handahófskenndri röð:

  • Unglingalandslið Íslands í áhaldafimleikum karla á Norðurlandamóti unglinga
  • Kvennalið Íslands sem vann til silfurs á Smáþjóðaleikum

Árangri ársins verður fagnað hátíðlega á uppskeruhátíð sambandsins 11. desember.