Select Page

Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið lið- og afrek árasins 2022.

Lið ársins – Karlalandslið Íslands í áhaldafimleikum á Norður Evrópumóti

Íslenska karlalandsliðið í áhaldafimleikum átti frábæran dag á Norður Evrópumóti og gerði sér lítið fyrir vann til brons verðlauna. Liðið skrifaði þar með nafn sitt með í sögubækurnar, þar sem að karlalandslið í áhaldafimleikum hefur aldrei áður unnið til liðaverðlauna á Norður-Evrópumóti.

Liðið skipa þeir; Atli Snær Valgeirsson, Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson, varamaður var Valdimar Matthíasson, allir æfa þeir í Gerplu. Þjálfarar liðsins eru Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannsson.

Mikil samheldni og vinátta einkennir liðið og þrátt fyrir mistök á tvíslá, sýndu þeir mikla þrautsegju og kláruðu seinustu tvö áhöldin með miklum glæsibrag. Ákveðni, fagmennska og metnaður lýsir liðinu vel og þessir eiginleikar eiga sinn þátt í að þeir uppskáru eins og þeir sáðu og sóttu sér draumaniðurstöðu, brons í liðakeppni.

Fimleikasamband Íslands er ákaflega stolt af liði ársins og óskar öllum þeim sem að liðinu koma innilega til hamingju með árangurinn á árinu.

Afrek ársins 2022 er frábær árangur A-landsliðanna okkar í áhaldafimleikum á árinu.

Afrek ársins er sá frábæri árangur sem áhaldalandsliðin okkar náðu á árinu. Þvílíkt ár hjá okkar fólki, sem hefur æft af kappi undanfarið og ekki látið neitt stoppa sig á sinni vegferð. Markmiðum var náð og erum við ákaflega stolt af þeim og þeirra afrekum.


Helstu afrek sem landsliðin okkar hafa áorkað á árinu 2022:

  • Thelma Aðalsteinsdóttir – Norðurlandameistari á slá
  • Valgarð Reinhardsson – 4 silfurverðlaun, 2 á NM og 2 á NEM
  • Hildur Maja Guðmundsdóttir – Silfurverðlaun á NM
  • Guðrún Edda Min Harðardóttir – Bronsverðlaun á NM
  • Bronsverðlaunahafar á Norður Evrópumóti
    • Atli Snær Valgeirsson – Gerplu
    • Ágúst Ingi Davíðsson – Gerplu
    • Dagur Kári Ólafsson – Gerplu
    • Jónas Ingi Þórisson – Gerplu
    • Martin Bjarni Guðmundsson – Gerplu
    • Valgarð Reinhardsson – Gerplu
    • Varamaður: Valdimar Matthíasson – Gerplu
  • Bronsverðlaunahafar á Norðurlandamóti
    • Agnes Suto – Gerplu
    • Dagný Björt Axelsdóttir – Gerplu
    • Guðrún Edda Min Harðardóttir – Björk
    • Hildur Maja Guðmundsdóttir – Gerplu
    • Thelma Aðalsteinsdóttir – Gerplu
    • Varamaður: Margrét Lea Kristinsdóttir – Björk
  • 4 keppendur unnu sér keppnisrétt á Heimsmeistarmótinu í Liverpool, þau:
    • Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir
    • Valgarð Reinhardsson og Jónas Ingi Þórisson
  • Þá eru ótalin öll þau úrslit sem okkar fólk komst í á einstökum áhöldum, á þeim alþjóðlegu mótum sem við tókum þátt í á árinu.

Til hamingju öllsömul!