Select Page

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í Evrópumóti í áhaldafimleikum sem fer fram í Antalya, Tyrklandi, dagana 11.-16. apríl.

Karlarnir hafa lokið við tvö úrtökumót, en sýndu þeir frábær tilþrif um helgina og svo aftur á þriðjudaginn. Það er ljóst að karlarnir eru vel stemdir og samheldnin mikil í hópnum.

Konurnar mættu á fyrstu úrvalshópaæfingu ársins síðastliðinn fimmtudag, en hópurinn var tilkynntur 24. febrúar, sjá frétt. Í gær æfðu þær svo aftur saman, en þá á úrtökumóti þar sem að alþjóðlegir dómarar mættu til aðstoðar. Hópurinn er þéttur og spennandi verður að fá að fylgjast með honum í ár.

Sætaskráning

Fyrir þá sem stefna á að mæta í stúkuna alla leið til Tyrklands, ekki láta sætaskráningu framhjá ykkur fara, en Tyrkneska fimleikasambandið mun ekki rukka inn í stúkuna í ár. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja sjá besta fimleikafólk Evrópu keppa um Evrópumeistaratitilinn og á sama tíma þátttökurétt á Heimsmeistaramótið.

Bein útsending

Bein útsending verður frá úrslitadögunum 13.-16 apríl á RÚV.

Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingunum