Tvö mót fara fram nú um helgina. Bæði mótin verða áhorfendalaus vegna samkomutakmarkana.
Bikarmót unglinga í hópfimleikum fer fram á Selfossi, 13. og 14. febrúar. Á mótinu keppa stúlkur og drengir í 5. – 3. þrepi.
Í Fimleikahúsi Bjarkanna mun svo fara fram Þrepamót í 1. – 3. þrepi, í karla og kvennaflokki. Mótið stendur yfir alla helgina.
Við óskum öllum iðkendum góðs gengis um helgina.