Fyrsta sýning fimleikahringsins verður í dag á Akranes. Karlalandsliðið í hópfimleikum ásamt Jóni Sigurði landsliðsmanni í áhaldafimleikum og sirkuslistamanni mun svo halda áfram hringinn næstu viku. Það er frítt á allar sýningar hópsins og allir velkomnir. Að sýningu lokinni er svo öllum viðstöddum boðið að spreyta sig á áhöldunum með hjálp landsliðsmannanna. Að auki mun Jón Sigurður aðstoða gesti og gangandi við að framkvæma sirkustrix.
Kvennalandsliðið í hópfimleikum bætist svo í hópinn þann 27.júlí á Selfossi og svo munu öll hópfimleikalandsliðin sameinast á síðustu sýningu hringsins þann 28.júlí í Garðabæ
Allar sýningarnar hefjast kl. 18:00 að undanskilinni sýningunni á Egilstöðum en hún hefst kl. 13:00
Það er enginn of gamall eða ungur til að vera með og allri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
20. júlí AKRANES
22. júlí AKUREYRI
24. júlí Egilsstaðir
27. júlí Selfoss
28. júlí Garðabær