Select Page

Kvennalið Stjörnunnar kom sá og sigraði á Íslandsmóti í hópfimleikum í dag. Liðið sýndi frábærar æfingar á öllum áhöldum og unnu með 54.300 stig.

Fimm kvennalið og eitt blandað lið voru mætt til keppni á Íslandsmótið í dag, Gerpla, Grótta, ÍA, Selfoss og Stjarnan. Lið Stjörnunnar og Gerplu hafa verið með yfirburði í kvennaflokknum síðast liðin ár og í dag var engin breyting þar á. Í öðru sæti varð lið Gerplu með 52.350 stig og í því þriðja lið Selfoss með 51.800 stig, en Selfyssingar eru með ungt og efnilegt lið sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.

Það er skemmst frá því að segja að Stjörnustúlkur gerðu sér lítið fyrir og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum á öllum áhöldum með yfirburðum. Hæstu einkunn mótsins hlaut Stjarnan á gólfi eða 19.800 stig, á dýnu fengu þær 17.900 og á trampólíni 16.600.

Íslandsmeistarar í blönduðum flokki er lið Gerplu en þau fengu 39.550 stig í loka einkunn.

Hér má sjá úrslit mótsins.

Myndir frá mótinu.

Við óskum Íslandsmeisturunum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju með daginn.