Select Page

Landsliðskonurnar Hildur Maja Guðmundsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir héldu áfram að slá í gegn á Heimsbikarmótaröðinni, nú í Koper í Slóveníu.

Thelma keppti á öllum áhöldum í undanúrslitum en Hildur Maja sleppti tvíslánni. Hildur Maja gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit á slá og gólfi. Thelma flaug inn í úrslitin á stökkinu með tvö mjög góð stökk, en þetta er í annað sinn sem Thelma kemst í úrslit á stökki á Heimsbikarmóti.

Stelpurnar sóttu sér mikilvæga reynslu í úrslitunum og er í raun alveg magnað að íslenskir keppendur fari í sex úrslit á tveimur mótu. Grátlegt fall á slánni kostaði Hildi Maju verðlaunasæti en hún framkvæmdi glæsilegar gólfæfingar þar sem hún á sannarlega framtíðina fyrir sér þegar kemur að keppni í úrslitum.

Innilega til hamingju með árangurinn kæru Hildur Maja og Thelma. Við erum stolt af ykkur.

Áfram Ísland!