Select Page

ÍSÍ hefur gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafólk þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Um er að ræða styrki vegna sjö einstaklinga frá fjórum sérsamböndum ÍSÍ.

ÍSÍ barst 18 umsóknir frá níu sérsamböndum, en umsækjendur eiga það sameiginlegt að stefna á að ná lágmörkum og þannig vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París 2024.

Valgarð Reinhardsson, fimleikamaður er á lista styrkþega að þessu sinni. Með honum á lista eru: Anton Sveinn McKee / Sundsamband Íslands, Guðni Valur Guðnason / Frjálsíþróttasambandi Íslands, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir / Frjálsíþróttasambandi Íslands, Guðlaug Edda Hannesdóttir / Þríþrautarsamband Íslands, Hilmar Örn Jónsson / Frjálsíþróttasamband Íslands og Snæfríður Sól Jórunnardóttir / Sundsamband Íslands.

Síðastliðinn mánudag voru fimm þeirra mætt til undirritunar samninga á skrifstofu ÍSÍ. Á myndum frá undirritun samninga eru Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ ásamt íþróttafólkinu.

Fimleikasamband Íslands óskar Valgarði innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis í undirbúningi.