Select Page

Fimleikasambandið hefur ráðið Eddu Dögg Ingibergsdóttur í tímabundið starf afreksstjóra hópfimleika, en hún mun leysa Írisi Mist Magnúsdóttur af en Íris er í fæðingarorlofi. Edda hóf störf í dag, 24. september.

Fimleikahreyfingin er kunnug Eddu en hún æfði og keppti í fimleikum um árabil. Auk þess þjálfaði hún fimleika hjá Fimleikafélaginu Björk í 6 ár. Edda útskrifaðist með meistaragráðu í íþróttasálfræði árið 2017 úr Capella University en hún er einnig með BSc. í hreyfifræði úr San Francisco State University.

FSÍ býður Eddu hjartanlega velkomna til starfa.