Þann 20. apríl fer fram Norðurlandamót Unglinga í Hópfimleikum. Mótið er haldið í Lund, Svíþjóð. Fyrir hönd Íslands keppa fjögur lið, tvö í blönduðum flokki og tvö stúlkna lið. Liðin koma úr þremur félagsliðum: Gerplu, Selfossi og Stjörnunni. Keppt var um þátttökurétt á mótinu á Bikarmótinu í mars, en tvö stigahæstu liðin í hverjum kynjaflokki fyrir sig unnu sér inn þátttökurétt á mótinu.
Liðin sem munu keppa á mótinu og unnu sér inn þátttökuréttinn eru:
Stúlkna lið: Gerpla og Selfoss
Blönduð lið: Gerpla og Stjarnan
Farastjórar í ferðinni eru yfirþjálfarar hópfimleika landsliðanna Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir.
Dómarar fyrir okkar hönd eru: Ágústa Dan Árnadóttir, Fanney Magnúsdóttir, Helga Svana Ólafsdóttir og Ragnar Magnús Þorsteinsson.
Streymi á mótið má nálgast hér
Liðin ætla að vera með sameiginlegt æfingamót miðvikudaginn 10. apríl. Æfingamótið verður í fimleikasalnum á Akranesi og eru áhorfendur velkomir að koma og fylgjast með þessum flottu liðum. Mótið hefst kl. 20:25.
Við sendum liðunum okkar bestu óskir um að undirbúningur á lokametrunum gangi sem allra best og um gott gengi úti.
Áfram Ísland og áfram íslenskir fimleikar!