NM í hópfimleikum fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 11. nóvember 2023. Á mótið eru skráð 25 lið frá norðurlöndunum fimm, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.
Þrjú lið frá Íslandi koma til með að keppa á mótinu, kvennalið Gerplu, karla og kvennalið Stjörnunnar. Blandað lið Hattar vann sér einnig inn keppnisrétt en drógu sig úr keppni. Í kvennaflokki eru 10 lið skráð, í blönduðum flokki eru 8 lið og karlaflokki 7 lið.
Það má búast við harðri og skemmtilegri keppni í öllum flokkum og hvetjum við alla að næla sér í miða og styðja við íslensku liðin.
Miðasala er hafin á Miðix, miðaverð er 5.500 kr. og gildir miðinn á alla hluta mótsins.