Select Page

06/05/2021

Mótin framundan

Nú fer að koma að því að fimleikaiðkendur landsins fá að stíga inn á keppnisgólfið. Núna í lok maí eru 5 mót á dagsskrá.

Maí

Helgina 22. – 23. maí verður GK meistaramót og Íslandsmót í 1. -3. þrep í Ármanni, sömuleiðis er Íslandsmót í stökkfimi og Bikarmót í hópfimleikum í Stjörnunni.

Viku seinna, helgina 29 .- 30. maí fer fram Þrepamót 3 í 4.-5.þrepi og Vormót B og C deilda í hópfimleikum. Bæði mótin fara fram í Fjölni.

Júní

Fyrstu helgina í júní er Íslandsmót í hópfimleikum haldið á Akranesi.
Á föstudeginum, 4. júní, verður keppni meistaraflokka og 1. flokks og daginn eftir keppni í A deildum 5. – 2. flokks.

Hér er hægt að sjá mótaskrá.

Fleiri fréttir

Podium æfing

Podium æfing

Kvennalandslið Íslands í áhaldafimleikum hefur nú lokið podium æfingu á Evrópumótinu í Munich í Þýskalandi. Á podium æfingu fá keppendur að gera...