Select Page

Málþingið „ Verndun og velferð barna, unglinga og afreksmanna í íþróttum: Áskoranir og lausnir“ fór fram 12. og 13. apríl við góðar undirtektir.

Á málþingið mætti breiður hópur einstaklinga alls staðar að úr íþróttahreyfingunni, en þetta er málefni sem að snertir okkur öll.

Á föstudeginum hlustuðu gestir á Tine Vertommen með erindið Safeguarding in Sport: Bridging Research and Practice sem var síðan fylgt eftir með erindi frá Kristínu Birnu Ólafsdóttur, starfsmaður á Afrekssviði ÍSÍ, What do we mean by safe guarding in sport?

Á laugardeginum voru fimm erindi haldin ásamt vinnustofu þar sem að þátttakendum voru gefin tæki og tólk til að nýta í sínu starfi.

Þau erindi sem fóru fram voru Kristín Skjaldadóttir, samskiptaráðgjafi, með erindið Icelandic safeguarding protocols, sem var fylgt á eftir með erindi frá Birtu Björnsdóttur sem talaði um Velferð barna í íþróttum – Reynsla úr Reykjavík.

An De Kock var síðan með fyrirlestur og vinnustofu sem að fór yfir hvað við getum gert í þessum málaflokki og gaf þátttakendum tæki og tól til að nýta í sínu starfi. En hennar erindi var frá Safe Sport Allies: See something, do something! Responding to harassment and abuse in sport.

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir kynnti erindið Prevalence of sexual harassment and mental health challenges in Icelandic sports.

Að lokum hélt Paul Wylleman erindið Mental health, development and performance in elite sport

Ástæðan fyrir því að FSÍ lagði í þá vegferð að halda málþing um verndun og velferð barna er sú að við brennum fyrir þessum málaflokki og viljum stuðla að því  að fólk í íþróttahreyfingunni geti treyst tengslanetið sitt.

Við sjáum möguleikana sem að búa í samstarfi þvert á íþróttahreyfinguna í landinu sem gera okkur að sterkari hreyfiafli til góðra verka.

Ef samstarf okkar ber góðan ávöxt og iðkendur í íþróttahreyfingunni njóta góðs af, þá er mikið unnið og vonandi er málþing eins og þetta, upphafið að röð slíkra viðburða þar sem við getum sameinað krafta okkar og stefnt í sömu átt í þeim málaflokkum sem snerta okkur öll. Hjálpumst að við að skapa enn bjartari framtíð fyrir börnin okkar í íþróttum.

Við þökkum öllum þeim sem að mættu á málþingið með okkur fyrir samveruna.