Ráðið hefur verið í allar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið í hópfimleikum, sem fram fer í Azerbaijan í BAKU dagana 16.-19. október 2024.
Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur með faglegri aðstoð frá Eddu Dögg Ingibersdóttur. Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir.
Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö A-landslið á mótið, kvennalið og blandað lið og tvö lið í flokki U-18, stúlknalið og blandað lið unglinga. Tekin var ákvörðun 2024 að senda einnig drengjalið á mótið. Þjálfara hvers liðs má sjá hér fyrir neðan.
Landsliðsþjálfarar 2024
Kvennalið:
Björk Guðmundsdóttir, gólfæfingar
Kristinn Þór Guðlaugsson, stökkáhöld
Magnús Óli Sigurðsson, stökkáhöld
Rakel Másdóttir, gólfæfingar
Blandað lið fullorðinna:
Adam Bæhrenz Björgvinsson, stökkáhöld
Una Brá Jónsdóttir, stökkáhöld
Yrsa Ívarsdóttir, gólfæfingar
Þórey Ásgeirsdóttir, gólfæfingar
Stúlknalið:
Eyrún Inga Sigurðardóttir, gólfæfingar
Mads Pind Lochmann Jensen, stökkáhöld
Tanja Birgisdóttir, stökkáhöld
Blandað lið unglinga:
Michal Říšský, gólfæfingar
Þorbjörn Jónsson, stökkáhöld
Þórdís Þöll Þráinsdóttir, stökkáhöld
Drengjalið:
Inga Valdís Tómasdóttir, gólfæfingar
Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, stökkáhöld
Helgi Laxdal Aðalgeirsson, stökkáhöld
Úrvalshópar 2024
Landsliðsþjálfarar hafa sett saman úrvalshóp A-landsliða fyrir árið 2024. Úrvalshópur er breytilegur yfir árið og því eiga allir möguleika á að komast í hóp. Ekki verður skipt í kvenna- og blandað lið fyrr en eftir Bikarmót. Dagskrá A-landsliða má finna hér.
Iðkendum verður bætt í Sportabler hóp þar sem þeir fá allar nánari upplýsingar.
Styrktarþjálfun A-landsliða og félaga
Fimleikasambandið hefur gert samning við Oliver Bay varðandi styrktarprógram fyrir úrvals- og landsliðshópa A-landsliða Íslands (fullorðinslið) í hópfimleikum, frá janúar fram að EM 2024. Oliver er menntaður styrktarþjálfari og er starfandi landsliðsþjálfari Dana í powertumbling.
Úrvalshópar mæta í mælingar til Oliver dagana 8.-10. janúar og í kjölfarið fá iðkendur einstaklingsmiðað styrktarprógram til að fylgja á félagsæfingum eða utan þeirra út maí 2024.
Félögunum er boðið að kaupa prógram fyrir þá iðkendur sem eru ekki valdir í úrvalshóp í janúar. Eins geta iðkendur keypt prógramið sjálfir, ef félagið býður ekki upp á það. Með þessu móti getur hópurinn í heild sinni gert prógramið saman á félagsæfingum og við gefum öllum iðkendum sömu möguleika á að geta komist í úrvals-/landsliðshóp fyrir EM 2024.
Vilja einstaka iðkendur kaupa prógram sjálfir fá þeir nánari upplýsingar hjá sínu félagi.
Við óskum öllum þjálfurum og iðkendum til hamingju og óskum þeim góðs gengis í komandi vinnu fyrir landslið Íslands.
Áfram Ísland!