Landsliðsþjálfarar, Ferenc Kováts, Róbert Kristmannsson og Sif Pálsdóttir, hafa tilnefnt einstaklinga sem skipa landsliðshópa og landslið fyrir sumarverkefnin 2022. Viðburðarríkt áhaldafimleikasumar er í vændum.
Verkefni sumarsins í fullorðinsflokki
Fyrsta verkefni sumarsins er Norðurlandamót sem fer fram í Gerplu, Versölum 2. – 3. júlí. Miðasala er hafin á Tix og frekari upplýsingar má lesa í frétt. Ísland stefnir á að senda sterkasta fimleikafólk landsins á Evrópumót sem fer fram í Munchen, Þýskalandi dagana 11. – 14. ágúst. Mótið í ár er fjölgreinamót þar sem níu íþróttagreinar mæta til leiks á stóra sviðið. Frekari upplýsingar um miðasölu og mótið má lesa í frétt.
Verkefni sumarsins í unglingaflokki
Keppt verður í unglingaflokki á Norðurlandamóti og Evrópumóti í sumar, að auki mun Ísland senda unglingalandslið á Ólympíuhátíð Evrópu Æskunnar (EYOF) sem fer fram í Slóvakíu dagana 24. – 30. júlí.
Landsliðshópana og landslið skipa:
Þjálfarateymi eftir verkefnum:
Norðurlandamót
- Ferenc Kováts – konur
- Sesselja Jarvela – konur
- Róbert Kristmannsson – karlar
- Viktor Kristmannsson – karlar
- Jóhannes Níels Sigurðsson – stúlkur
- Sif Pálsdóttir – stúlkur
- Hróbjartur Pálmar Hilmarsson – drengir
- Ólafur Garðar Gunnarsson – drengir
Ólympíuhátíð Evrópu Æskunnar – EYOF
- Ólafur Garðar Gunnarsson – drengir
- Jóhannes Níels Sigurðsson – stúlkur
Evrópumót
- Ferenc Kováts – konur
- Andrea Kováts-Fellner – konur
- Róbert Kristmannsson – karlar
- Viktor Kristmannsson – karlar
- Jóhannes Níels Sigurðsson – stúlkur
- Hróbjartur Pálmar Hilmarsson – drengir
Fimleikasamband Íslands óskar öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og félögum innilega til hamingju og óskar þeim góðs gengis í undirbúningi fyrir mótin.