Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið landsliðshópa fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2021. Hóparnir samanstanda af 66 iðkendum úr sex félögum; Ármanni, FIMAK, Hetti, Íþróttafélaginu Gerplu, Selfossi og Stjörnunni. Mótið fer fram dagana 1.-4. desember 2021 í Porto, Portúgal.
Ísland sendir á mótið tvö lið í fullorðinsflokki, kvennalið og karlalið, en þetta er í fyrsta sinn sem karlalandslið keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í hópfimleikum. Í unglingaflokki verða einnig send tvö lið, stúlknalið og blandað lið unglinga. Yfirþjálfarar verkefnisins eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum. Landsliðsþjálfara liðanna má sjá hér.
Landsliðshópar munu koma saman á ákveðnum tímapunktum í sumar þar sem lögð verður áhersla á hópefli og markmiðasetningu. Æfingar fyrir landsliðshópa hefjast í ágúst, en hóparnir munu koma saman fjórum sinnum á tímabilinu ágúst til september. Frá og með 1. október og fram að mótinu æfa liðin saman að fullu. Langt er í mótið og því hafa iðkendur sem eru ekki í landsliðshóp að sinni enn möguleika á að komast í landsliðshóp og/eða landslið. Landsliðshópar verða endurskoðaðir í gegnum ferlið.
Við óskum iðkendum og félögum innilega til hamingju og þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Þeir sem valdir hafa verið í hóp fá tölvupóst með nánari upplýsingum síðar í dag.
Hér má sjá liðin og þjálfara hvers liðs:
Við óskum öllum iðkendum til hamingju og óskum þeim góðs gengis í komandi vinnu fyrir landslið Íslands.
Áfram Ísland!
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla