Select Page

04/05/2021

Landsliðsþjálfarar fyrir EM 2021

EM í desember - covermynd

Nú hefur Fimleikasambandið mannað landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið 2021 í hópfimleikum. Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur. Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.

Evrópumótið verður haldið 1. – 4. desember 2021 í Porto í Portúgal. Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö fullorðinslið á mótið, kvennalið og karlalið og tvö unglingalið, stúlknalið og blandað lið unglinga. 

Þjálfara hvers liðs í stafrófsröð má sjá hér fyrir neðan.


Landsliðsþjálfarar Íslands fyrir Evrópumótið 2021

Yfirþjálfarar landsliða

Landsliðsþjálfarar kvennaliðs

Landsliðsþjálfarar karlaliðs

Landsliðsþjálfarar stúlknaliðs

Landsliðsþjálfarar blandaðs liðs unglinga

Við óskum öllum þjálfurum til hamingju og óskum þeim góðs gengis í komandi vinnu fyrir landslið Íslands. 

Áfram Ísland!
#fyririsland
#islenskirfimleikar
#fimleikarfyriralla

Fleiri fréttir

Mánuður í EM

Mánuður í EM

Þessa dagana eru úrtökumót og úrvalshópaæfingar í fullorðinsflokkum í fullum gangi. Mikil samkeppni er um sæti í landsliði Íslands sem tekur þátt í...

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmeistarar í hópfimleikum

Bikarmót í hópfimleikum fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina í umsjón Íþróttafélagsins Gerplu. Mótið hófst á keppni í 1.flokki og KKE á...