Select Page

Landsliðin í áhaldafimleikum karla og kvenna hafa lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í Japan.

Kvennaliðið stóð sig vel, þær áttu erfiða byrjun á slá en sýndu sitt rétta andlit á gólfi og gerðu glæsileg stökk. Guðrún Edda var efst okkar kvenna í fjölþraut, með 45.132 stig. Nanna var efst okkar kvenna á einstökum áhöldum, en hún skoraði 12.000 stig á gólfi, þar að auki fékk hún hrós frá yfirdómaranum á gólfi fyrir „perfect artistry“.

Karlaliðið átti heilt yfir mjög góðan dag, fjölþrautarmennirnir skiluðu sínu, Jón Sigurður skilaði frábærri hringjaseríu, hann fékk allan erfiðleikann gildann, sem er hæðsta erfiðleika einkunn sem íslenskur fimleikamaður hefur sýnt á hringjum. Martin Bjarni hefur gengið í gegnum þrálát meiðsli en er búin að ná sér á strik og sýndi glæsilega takta.

Mjög strangar takmarkanir eru í gildi á mótinu og í fyrstu leit út fyrir að fólkið okkar fengi ekkert að fara út af hótelinu, fyrir utan æfingar og keppni. Mikið var kvartað yfir þessu, sem var líkt við stofufangelsi og nú hafa mótshaldarar brugðið á það ráð að loka einum almenningsgarði borgarinnar þar sem keppendur fá að viðra sig undir eftirliti.

Hópurinn ferðast heim næstu helgi og þá tekur við undirbúningur fyrir Norður Evrópumót.

Myndbönd frá mótinu má finna hér