Landslið Íslands í áhaldafimleikum kvenna er mætt til Rimini á Ítalíu þar sem Evrópumót í greininni fer fram næstu daga. Landsliðið skipa þær Hildur Maja Guðmundsdóttir, Lilja Katrín Gunnarsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Þjálfarar eru Andrea Kovats-Fellner og Ferenc Kovats.
Landsliðskonan Margrét Lea Kristinsdóttir var valin í landslið fyrir Evrópumótið en meiddist á fæti stuttu fyrir brottför og þurfti að draga sig úr keppni. Við óskum Margréti Leu góðs bata og vonum að hún verði tilbúin í næstu verkefni landsliðsins.
Stelpurnar tóku podium æfingu í dag, en það er æfing í keppnissalnum, allar aðrar æfingar fara fram á þar til gerðu æfingasvæði. Æfingin gekk vel og mikill spenningur fyrir stóra deginum, en keppni fer fram fimmtudaginn 2. maí.
Streymt er frá mótinu og má nálgast hlekk á streymið hér. Íslensku stelpurnar hefja keppni klukkan 16:00 að íslenskum tíma, liðið hefur keppni á gólfi.
Hér má fylgjast með úrslitum mótsins.



Stúlknalið Íslands skipa, Auður Anna Þorbjarnardóttir, Kolbrún Eva Hólmarsdóttir, Kristjana Ósk Ólafsdóttir, Rakel Sara Pétursdóttir og Sigurrós Ásta Þórisdóttir. Þjálfarar eru Andrea Kovats-Fellner og Þorgeir Ívarsson. Keppni unglinga fer fram föstudaginn 3. maí og hefur lið Íslands keppni klukkan 10:30 að íslenskum tíma. Stelpurnar byrja keppni á tvíslá. Hér má finna hlekk á streymið fyrir unglingakeppnina, streymið kostar 6€.