Select Page

03/02/2021

Keppnistímabilið fer loks að hefjast

Ár er liðið frá því seinasta fimleikamót fór fram og eru það mikil gleðitíðindi að fá að keppa á ný. 

Fyrsta mót vetrarins er Þrepamót 2, sem mun fara fram í íþróttahúsi Gerplu dagana 6. og 7. febrúar og verður keppt í 4.- 5. þrepi í stúlkna- og drengjaflokki. Mótaskipulagið má finna hér.

Mörg mót eru á dagskrá í febrúar:

  • Þrepamót, 1. – 3. þrep
  • Bikarmót unglinga í hópfimleikum
  • GK-mót í hópfimleikum
  • Bikarmót í stökkfimi
  • Bikarmót í áhaldafimleikum

Mótaskrá vetrarins má sjá hér.

Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu keppnistímabilsins og hvetjum við alla til að kynna sér covid reglurnar vel og njótum þess að fara keppa.

Fleiri fréttir

NM unglinga frestað

NM unglinga frestað

Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum karla og kvenna og Norðurlandamót drengja sem átti að fara fram í fjarkeppni í lok maí (22. – 23. 5. 2021)...

Gleðilega páska

Gleðilega páska

Fimleiksamband Íslands óskar ykkur gleðilegra páska! Skrifstofan verður lokuð frá 1. - 5. apríl. Njótum páskanna og nýtum fjölbreyttar og...