Select Page

24/04/2023

Íslandsmót í hópfimleikum

Íslandsmót í hópfimleikum fer fram í Stjörnunni, Ásgarði í Garðabæ, dagana 28. – 30. maí. Keppni í meistaraflokki er sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Í kvennaflokki stefnir í harða keppni en fimm lið eru skráð til leiks, Ármann/Grótta, Gerpla, ÍA, Selfoss og Stjarnan. Í karlaflokki og flokki blandaðra liða er sitthvort liðið skráð til keppni, Stjarnan í karlaflokki og Höttur í blönduðum flokki. Auk íslensku liðanna eru tvö gestalið frá Ollerup í Danmörku, eitt kvennalið og eitt blandað lið.

Stjarnan á titil að verja í kvennaflokki en lið Stjörnunnar hefur hampað titlinum síðast liðin fimm ár. Keppt er um Íslandsmeistaratitil í fjölþraut og á einstökum áhöldum.

Við hvetjum alla til að fjölmenna í Ásgarð og styðja sitt lið. Miðasala er við inngang.

RÚV sýnir beint frá mótinu á laugardaginn, en keppni í meistaraflokkum hefst kl.16.

Skipulag mótsins.

Fleiri fréttir

Landslið – EYOF

Landslið – EYOF

Landsliðsþjálfararnir Róbert Kristmannsson og Þorgeir Ívarsson hafa valið sex einstaklinga til þátttöku í landsliði Íslands fyrir EYOF (European...

Ársþing FSÍ 2023

Ársþing FSÍ 2023

Fimleikaþing sambandsins fór fram á Reykjum í Hrútarfirði, laugardaginn 22. maí. Hefðbundin fundarstörf fóru fram og var það Valdimar Leó...