Fyrrum fimleikadrottningarnar Sigrún Dís Tryggvadóttir og Ragnheiður Eva Kristinsdóttir voru að útskrifast úr Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og gerðu lokaverkefni sitt í myndbandsformi um forvarnar- og fræðslugildi fimleika. Í myndbandinu koma fram núverandi og fyrrum fimleikaiðkendur úr mismunandi tegundum fimleika og segja sína upplifun af því hvað fimleikar hafa gert fyrir þau.
Við erum rosalega stolt af því að eiga svona flottar fyrirmyndir í okkar hreyfingu og það er ánægjulegt að heyra þeirra upplifun af fimleikaiðkun.
Hér má sjá myndbandið:
Við óskum Sigrúnu Dís og Ragnheiði Evu innilega til hamingju með lokaverkefnið og erum stolt að hafa fengið að vera partur af því.