Hæfileikamótun stúlkna í áhaldafimleikum er farin af stað og hafa nú þegar farið fram tvær æfingar í maí mánuði. Hópurinn saman stendur af 17 stelpum frá fimm félögum, Ármanni, Björk, Gerplu, Gróttu og Stjörnunni.
Fyrsta æfingin fór fram í Gerplu þar sem stelpurnar æfðu vel og fóru svo saman í sund. Einnig fengu foreldrar/forráðamenn kynningu frá þjálfurum í hæfileikamótun um verkefnið, þjálfarar eru Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir og Sif Pálsdóttir. Seinni æfingin fór fram í Ármanni, við byrjuðum á því að kynna aðeins dómarareglurnar fyrir stelpunum, þá sérstaklega hvernig D einkunn er sett saman.
Þetta er glæsilegur hópur af stelpum sem eiga sannarlega framtíðina fyrir sér og verður gaman fyrir þær að æfa saman á þessum hæfileikamótunaræfingum.
