Select Page

Gaman er að segja frá því að þau Guðrún Edda Min Harðardóttir og Sigurður Ari Stefánsson voru tveir þeirra 34 nemenda sem hlutu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóð stúdenta.

Styrkurinn er veittur framúrskarandi námsmönnum en áhersla er lögð á að styðja nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.

Þau Guðrún Edda, sem æfir áhaldafimleika með Fimleikafélaginu Björk og Sigurður Ari, sem æfir einnig áhaldafimleika, með Íþróttafélaginu Gerplu fengu úthlutaðan styrk að upphæð 375 þúsund krónum við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Bæði hafa þau verið fastamenn í landsliðum og úrvalshópum sambandsins síðastliðin ár.

Hér má lesa frétt á heimasíðu Háskóla Íslands.

Fimleikasambandið óskar þeim Guðrúnu Eddu og Sigurði Ara innilega til hamingju með styrkinn og frábæran árangur.

Áfram íslenskir fimleikar!